21.10.2013 | 17:49
Vitleysingar sem minna alltaf á sig
Það er sjálfsagt rétt hjá Andra Geir, að það er lítill skortur á vitleysingum sem vilja stjórna á íslandi. Og að þeir skuli sífellt vera að minna á sig er gott. Því ef þeir gerðu það ekki með reglulegu millibili gæti maður jafnvel farið að vera sammála þeim.
Einn þessara snillinga er Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Í frétt á Vísi er vitnað í rökstuðning þingmannsins fyrir að telja sig óbundinn af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá.
Helztu rökin segir Brynjar vera þau að stjórnlagaráð hafa verið skipað af pólitískum meirihluta Alþingis og að tillögur ráðsins beri keim af því. Einnig segir hann þjóðaratkvæðagreiðsluna hafa verið ráðgefandi og því ekki skuldbindandi fyrir hann, hvorki af siðferðilegum né pólitískum ástæðum.
Ég verð nú að segja við Brynjar, að þessi rök eru óboðleg því hann hlýtur að vita betur. Stjórnlagaráð var skipað sömu mönnum að einum undanteknum, sem hlutu kosningu í löglegum kosningum til stjórnlagaráðs. Það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið Hæstarétt lýsa kosningarnar ólöglegar , gerir þær ekki ólöglegar per se. Það er aðeins staðfesting á skrípadómstóli sjálfstæðisflokksins. Þess vegna voru fulltrúarnir ekki pólitískt valdir og einnig á hann að vita að engin þjóðaratkvæðagreiðsla má vera bindandi samkvæmt núgildandi stjórnarskrá. Þær eru allar ráðgefandi.
En að tilgreina þessar 2 ástæður og nota þær til að réttlæta afstöðu sína til spurninga SaNS og Stjórnarskrárfélagsins, sýnir bara hvern vitleysing maðurinn hefur að geyma. Svo takk Brynjar fyrir að minna á þig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:56 | Facebook
Athugasemdir
Hvar finnur þú þær upplýsingar að "engar kosningar mega vera bindandi"??? Allavega ekki í stjórnarskránni, svo mikið er víst.
Það er og fífllegt að kosningar skulu eingöngu vera ráðgefandi því þá er hægt að túlka þær eftir behag...
Með kveðju
Kaldi
Ólafur Björn Ólafsson, 21.10.2013 kl. 18:03
Fann þetta en þó ber að geta þess að ef stjórnarskráin er lesin þá eru þær þjóðaratkvæðagreiðslur sem þar eru nefndar bindandi en ekki ráðgefandi.
Stjórnarskráin er æðstu stjórnskipunarlög landsins og engin lög þeim æðri...
Hér er svo tengill á bullplaggið um þjóðaratkvæðagreiðslur sem var víst samþykkt í tíð "landráðastjórnarinnar"... http://www.althingi.is/lagas/138b/2010091.html
Ólafur Björn Ólafsson, 21.10.2013 kl. 18:09
Ólafur, það vantar einmitt ítarlegri ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur og beint lýðræði í stjórnarskrána. Þess vegna á að ljúka þeirri vinnu sem hafin var af Stjórnlagaráði árið 2011. Það er skylda allra alþingismanna að taka þátt í þeirri vinnu
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.10.2013 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.