4.11.2013 | 13:35
Sögufalsanir Össurar og Steingríms J.
Fjölmiðlamenn sem umgangast sannleikann af einhverri virðingu ættu ekki að taka þátt í fjölmiðlamoldviðrinu sem er í undirbúningi varðandi hvítþvottabækur Össurar og Steingríms J. Þar eru á ferðinni lygnustu stjórnmálamenn samtímans og þótt lengra væri leitað. Alla vega mun ég engu trúa sem þeir segja í bókum sínum nema það sé stutt alla vega 2 óvilhöllum vitnum eða skráð í fundargerðir eða geymt í hljóðupptökum. Össur segist styðjast við dagbókarfærslur sínar en menn sem eru víðkunnir fyrir að hagræða sannleikanum eru varla heiðarlegir þegar kemur að eigin æviminningum.
Þessir 2 ættu að hafa vit á að gefa sagnfræðingum ráðrúm til að skrá söguna í stað þess að endurskrifa hana ala Hannes Hólmsteinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þessar tvær bækur verða álíka áreiðanlegar heimildir, um þetta tímabil og DV......................
Jóhann Elíasson, 4.11.2013 kl. 17:28
Það ætti að skylda bóksala til að líma varúðarmerki á þessar bækur. Svona eins og sígarettupakka
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.11.2013 kl. 17:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.