4.11.2013 | 19:35
Dramatísering á þingpöllum
Vísindasamfélagið er í áfalli, örvæntingarfullt og vonlaust ef trúa má fréttaflutningi RUV. Vísindamenn sem æðrast yfir smámunum eru ekki merkilegir vísindamenn. Og það sem átti að blása upp sem stórfrétt er engin frétt. Framlag til rannsókna verður 950 milljónir á næsta fjárlagaári og verður að teljast nokkuð gott. Að ekki verði hægt að samþykkja tugi doktorsverkefna er ekkert endilega vont fyrir þjóðfélagið. Nú þegar er offramleiðsla á doktorum sem engin þörf er fyrir. Og þótt enn verði bið á að við sjáum doktor í sundlaugarfræðum þá held ég ekki að þjóðfélaginu stafi hætta af þeim missi.
Rannís verður bara að forgangsraða í þágu þjóðfélagsins en ekki veita fé í bullrannsóknir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:56 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.