13.11.2013 | 12:30
Kveðið við Sæma
Hér er meiningin að safna saman tækifærisvísum sem birtust fyrst sem athugasemdir annars staðar. Nú sem fyrr verða bloggin hans Sæma oft að yrkisefni því kallinn kann að stuðla óbundið mál.
Um Kára Stefáns, kulda og fleira
DeCode Kári rífur kjaft
hvorfið jarðarmenið
Ef'ann hefði bara haft
heiðarleikagenið
Komin er nú kuldatíð
krapaél og bloti
Upp að stytti eftir bíð
og að þessu sloti
Handprjónaða húfu loks
og hanska á sig setur
Leynda kima Kópavogs
kanna vill hann betur
Um svefnlyf, skák og Steina Briem
Þegar Sæmi er syfjaður
og sofið ekki getur
Hann leikur skákir lyfjaður
það lætur honum betur
Er rakstu burtu Steina Bríem
sem breytti reglum Braga
Á Ómars bloggi eins og lím
er hann alla daga
Sæmundur setur öll sín blogg upp í Word og afritar svo inn í textagluggann, þetta tekur tíma en aðferðin gerir bloggið hans sérstakt og ólíkt öðrum
Að ýmsu leyti brauztu blað
þinn bloggið tekur tíma
Alla daga ertu að
afrita og líma
Um Elínu Hirst og bloggfærslu Björns Vals
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.10.2013 kl. 08:53

Laxdalinn löngum slyngur
lætur sem þjóðremba sé
að kjósa sem kommalingur
kvenmanninn pírata fé.
Óvandað svar við óvandaðri vísu.
Sæmundur Bjarnason, 13.10.2013 kl. 13:51

Vísnagerð nú vanda skal
og vega engan annan fyrst
ég berjast vil með Birni Val
gegn bófaflokki Ellu Hirst
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 13.10.2013 kl. 16:45

Vegandann ég víst hef misst
vandi er að ríma.
Björninn Val ég vil samt fyrst
við þig láta glíma.
;)
Sæmundur Bjarnason, 13.10.2013 kl. 20:22
Bernsku sinnar haga. Hann
hylja kann
Engu frá að segja fann,
fyrr en brann
--------------
Ef engan fyndi stoppi stað
í stæði fatlað legði
Og kæmist eflaust upp með það
ef enginn frá því segði
Alltaf Sæmi æðrulaus
eins og sézt hér
Þjóðrembu á þingið kaus
Það var sagt mér