Einn er blindur hinir bara heimskir

Helgi Hjörvar á sér afsökun því hann er blindur en Lilja Rafney og hinir þingmennirnir eiga sér enga slíka afsökun.  80% þjóðarinnar vilja ekki leyfa framsal kvóta og vilja að réttlátur arður renni í ríkissjóð vegna gífurlegs hagnaðar útgerðarinnar í kjölfar gengishruns krónunnar. Vandamálið er bara að menn koma sér ekki saman um eina sameiginlega lausn sem hægt væri að bera undir atkvæði landsmanna í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þær leiðir sem þingmenn hafa viðrað  eru fólgnar í annars vegar föstu gjaldi en hins vegar skattlagningu hagnaðar.  Þessi gjöld hafa ekki skilað sanngjörnum arði.

Og allt tal stjórnarandstöðu um uppboðsmarkað fyrir aflaheimildir lýsa mikilli vanþekkingu á því kerfi sem þeir þó sjálfir bera alla ábyrgð á að hafa skapað og viðhaldið í 30 ár.  Með uppboðsmarkaði fyrir aflaheimildir gerist tvennt.

  • Eignaréttur myndast á óveiddum kvóta
  • Þeir ríku eignast allan kvótann og þeir veikari fá ekkert. Einyrkjar eiga ekki séns í slíku kerfi.

Auðlindaskattlagning hefur verið rædd en gengur ekki upp í praxis. Þá er bara eitt til ráða sem er innheimta hráefnisgjalds. Lausn sem ég hef lengi talað fyrir en fáir virðast skilja eða þá bara að ég er ekki rétti maðurinn til að eigna svo frábæra lausn.  Það hefur lengi háð pólitíkinni að lausnir verða að koma frá réttu aðilunum til að vera þingtækar.

Ef menn taka sig nú saman og viðurkenna að stríðið gegn útgerðinni og LÍÚ er ekki háð í nafni þjóðarinnar þá fyrst er hægt að ræða um sameiginlega lausn á þessu ágreiningsefni sem felst í framsali kvóta og braski með aflaheimildir.

Mjög hóflegt hráefnisgjald gæti skilað ríkissjóði 30 milljörðum á ári miðað við núverandi aflaheimildir. Er það ekki þess virði að hætta þessu stríði og semja frið gegn því gjaldi?

 


mbl.is Vilja makríllinn á uppboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband