19.11.2013 | 18:55
Auðkonur eiga ekkert erindi
Það var rétt af sjallabjálfunum að hafna Þorbjörgu Helgu og það var rökrétt að auðkonan færi í fýlu og hætti í pólitík. Auðmenn eiga sér aðeins eitt markmið og það er að skara eld að eigin köku. Við verðum að hafa þann siðferðisstyrk að draga skýr mörk milli stjórnmála og peningaaflanna. Auðræði má ekki skjóta rótum.
Þorbjörg Helga tekur ekki sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Fullyrðing sú sem kemur fram í fyrirsögn er óvænt. Hefurður gögn sem styðja þessa fullyrðingu?
Flosi Kristjánsson, 19.11.2013 kl. 20:22
3. stærsti hluthafi í Högum er eignarhaldsfélagið Hagamelur, sem á 7.86% eða 95,667,460 hluti.
Í dag hækkaði gengi Haga um 1.23%. Og er 36.90 pr. hlut. Af þessu má sjá að eigendur Hagamels ,Hallbjörn og Árni, hafa hagnast um litlar 35 milljónir í viðskiptum dagsins. Og þar sem hjón eru eitt þá má ætla að hlutur Þorbjargar Helgu nemi 8 milljónum rúmum.
Og hverjir úthluta lóðum undir verzlun? Og hverjir fengu einokunaraðstöðu í mörgum verzlunarkjörnum við skipulag nýrra hverfa í Reykjavík á árum áður? Ég er ekki að áfellast Þorbjörgu Helgu, bara benda á hagsmunaárekstra auðræðisins og lýðræðisins.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 19.11.2013 kl. 21:00
Sæll Jóhannes
Þetta var sannarlega þörf ábending frá þér. Ég hvet þig endilega að upplýsa um alla þá sem þú þekkir til, sem gefa kost á sér til starfa fyrir almannaheill, en eru í raun aðeins flögð undir fögru skinni, eins og sannast svo óþyrmilega í þessu tilfelli.
Jónatan Karlsson, 20.11.2013 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.