Vannýtt auðlind sem þarf að kvótasetja strax

Með sömu rökum og fiskurinn í sjónum er talin takmörkuð auðlind þá eru matfuglar loftsins, álftir, gæsir, svartfugl og lóur, auðlind sem hægt er að búa til verðmæti úr.

Samkvæmt frétt á ruv.is þá kvarta bændur sáran útaf ágangi álfta og gæsa en fá ekkert að gert vegna þess að fuglarnir njóta verndar og eru ekki eign neins, ekki einu sinni þjóðareign!  Væri ekki frábært ef bændur fengju úthlutað álfta og gæsakvóta og gætu þannig bæði verndað heyfenginn og á sama tíma aukið kjötframleiðsluna.  Álftakjöt er að sögn kunnugra, herramannsmatur og síst verra en góð lúðusteik.

alftismalamennsku.jpg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband