Sprengisveitin

Það var vel til fundið að koma ábyrgðinni af aðgerðum í Kolgrafarfirði yfir á ríkislögreglustjóra. Hann er hvort sem er óvinsælasti embættismaður landsins og þegar allt fer á versta  veg eins og allt stefnir í, þá hafa raunverulega ábyrgir aðilar í stjórnkerfinu bjargað sér fyrir horn. Eins og alltaf mun enginn taka ábyrgð.  Ekki Umhverfisstofnun. Ekki Vegagerðin.  Ekki Hafrannsóknarstofnun. Og alls ekki ráðherrarnir. 

En bæjarstjórnin í Grundarfirði! Þeir eiga sæti við borðið en ekki bændur við Kolgrafafjörð.  Bjarni á Eiði vildi rjúfa þverunina en ekki bæjarstjórnin á Grundarfirði. Það var fyrirsjáanlegt að þeir myndu standa hatrammir gegn öllum hugmyndum um að rjúfa þverunina og þar með vegastæðið.  Samt var það eiginlega það eina raunhæfa í stöðunni. Og hvað ætla menn að gera ef það tekst að smala síldinni út?  Á þá að loka fyrir rennuna eða á bara að vakta fjörðinn?  Og hvað ef sprengingarnar valda ófyrirséðum síldardauða þarna?  Segja menn þá bara sorrý og yppta öxlum????

Verður morgundagurinn dagurinn þegar sprengisveitin útrýmdi íslenzku sumargotsíldinni eða verður eftir nægilegt magn til að byggja stofninn upp aftur? 

Hvað ætla menn sér að gera í sambandi við síldargildruna í Kolgrafarfirði.  Það er stóra spurningin sem ég vil fá svar við.


mbl.is Sprengja í Kolgrafafirði á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband