28.11.2013 | 20:21
Síðustu dagar Páls Magnússonar
Í Kastljóss-viðtali kvöldsins afhjúpaði Páll Magnússon hvern mann hann hefur að geyma. Enginn trúir að þessi maður hafi þá þekkingu og faglegu hæfni, sem við gerum til manns í hans stöðu. Og réttlætingarnar fyrir því hvernig hann sem stjórnandi RÚV, tók þær ákvarðanir sem hann tók varðandi niðurskurð og þar með hvað var skorið og hvað ekki, eru einskis virði. Páll skilur ekki gildi Rásar 1 í hugum landsmanna og hann ofmetur eða oftúlkar hlutverk RÚV sem íþróttarásar. Enda snérust uppsagnirnar ekki um að vernda kjarnahlutverk RÚV, heldur var verið að senda fjárveitingavaldinu skýr skilaboð. Það var sá undirtónn sem unnið var eftir innan yfirstjórnarinnar.
En Páll Magnússon gleymdi einu. Hann gleymdi að hann er ekki fulltrúi almennings. Við kusum hann aldrei til að eyðileggja RÚV. Við kusum hann ekki til að breyta Sjónvarpinu í íþróttarás. Og við munum ekki líða það að 1 forstjóri af 100 komi fram af svona hroka þegar alls staðar er verið að forgangsraða og skera niður.
Páll Magnússon verður að taka pokann sinn strax. Og hann á ekki að fá starfslokasamning. Það hlýtur að verða niðurstaða okkar, eigenda RÚV, eftir snautleg svör útvarpsstjóra í Kastljósi kvöldsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:44 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Jóhannes þetta eru orð í tíma töluð, það var athyglisvert hvernig Páll brást við fyrirspurn Helgja Seljan, Spurning Helga er akkúrat spurning sem við flest viljum svar við, en það skyldi þó ekki vera að gamla máltækið að sannleikanum sé hver sárreiðastur eigi hér við.
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2013 kl. 21:06
Takk fyrir það Kristján. Maðurinn er ruddi sem á sér engar málsbætur. Ætti frekar að keyra rútu milli Eyja og Landeyja heldur en að gegna þessu mikilvæga embætti sem útvarpsstjóra embættið hefur oftast verið
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 29.11.2013 kl. 03:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.