Björt Ólafsdóttir á aðalfundi LÍÚ í haust
Björt frá Bjartri framtíð
Furðulegustu þingmannaræðu ársfundarins átti Björt Ólafsdóttir frá Bjartri framtíð sem einnig situr í atvinnuveganefnd. Svo virtist sem Björt hefði afar takmarkaða þekkingu á málefnum sjávarútvegs en hún biðlaði ítrekað til LÍÚ að starfa með þinginu. Þá varð henni tíðrætt um ímyndarsköpun útvegsmanna og hrósaði útvegsmönnum fyrir nýlega ráðningu á Karen Kjartansdóttur, fyrrverandi fréttakonu Stöðvar 2, í stöðu upplýsingafulltrúa. Hún hvatti útvegsmenn einnig til að reka ekki mál fyrir dómstólum vegna auðlegðarskatts. Enn fremur útskýrði Björt fyrir útgerðarmönnum að almenningur og leikmenn nenntu lítið að setja sig inn í málin og hefðu því bara frasa fjölmiðla til að miða við og oft væri nú kvartað yfir fjölmiðlum.
Ég hef verið að læra ýmislegt um þorskígildi og allar þessar vitleysur út um allt. Ég hvet ykkur til að koma ykkar sjónarmiðum á framfæri og ykkar flotta iðnaði og flottu vísindum sem á bak við hann er. Ég var ánægð að heyra, ég gat nú ekki verið hér í gær en ég heyrði í fréttum að sjávarútvegsráðherra sem er næstum því sveitungi minn líka. Hann talar um sátt og samvinnu í sjávarútvegi. Þetta höfum við og ég lagt mikla áherslu á. Það er mikilvægt að til þess að við séum ekki í bylgjum á fjögurra ára fresti að við gerum þetta í sátt og samvinnu við alla flokka. Þið vitið það manna best hvernig er að vera í óstöðugu umhverfi afhendingaröryggi og allt það, sagði þingkona Bjartrar framtíðar.
Þá talaði Björt um að ef það ætti að nást einhver lending til framtíðar yrði að semja þvert á alla. Ég hvet til þess að þið séuð leiðandi í þessu. Þið eruð komnir með flottan nýjan upplýsingafulltrúa hana Karen Kjartansdóttur og þið skuluð endilega nýta hana og allan ykkar mannafla til þess að vera jákvæð og flott út á við. Þá bætti Björt við að ekki hefði borið nægilega vel á því hjá útgerðarmönnum undanfarið. Þetta er bara hluti af ímyndunarsköpun sem mörg fyrirtæki gera vel. Þá ríður á að gera það jákvætt, sagði Björt og bætti við að hún væri hugsi vegna frétta af fundinum daginn áður. Það er nú oft kvartað yfir fréttum í því samhengi
kannski. Það var eitthvað á þá leið að LÍÚ væri að skoða það af alvarleika að fara í málaferli við ríkið út af auðlindinni sem er gott og vel, gott og gilt. Fólk gerir það sem það vill í þessum efnum. Fyrir leikmanninn, fyrir almenning myndi ég halda að þetta væri fráhrindandi fréttir. Fólk sekkur sér ekkert mikið meira ofan í þetta en þennan frasa sem það heyrði í fréttum í gær.
Ég hvet ykkur til þess
að
út af því að þetta er svo ofboðslega mikilvægur iðnaður sem getur vaxið áfram og á að standa styrkum fótum.
http://skastrik.is/tolublad/utgerdin-getur-treyst-a-pal/thingmadur-liu/
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.