Óvönduð fréttamennska

Allir miðlar fluttu í kvöld fréttir af rannsóknarverkefni sem Íslendingar leiða og varðar byggingu á fjölstofna fiskveiðikerfi sem væntanlega á að taka í notkun hjá sem flestum fiskveiðiþjóðum.  En hvers vegna vinna fjölmiðlar ekki vinnuna sína þegar þeir ákveða að birta svona fréttatilkynningar athugasemdalaust?  Til dæmis var fullyrt að 3 af hverjum fiskstofnum í lögsögu ESB væru ofveiddir.  Er það svo?  Eru þeir ofveiddir vegna þess að það má ekki koma með aflann að landi og þess vegna neyðast sjómenn til að henda milljónum tonna?  Af hverju er ofveiði ekki skilgreind sem stjórnlausar veiðar þar sem megináhersla er lögð á magn en engu sinnt um gæði eða markaði? 

Talsmaður verkefnisins, Anna Kristín Danielsdóttir segir: „Við erum að fara að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarkerfi. Það er nýtt að því leyti að innleitt er í kerfið vistvæna, sjálfbæra og félagslega hagræna þætti,“

Af hverju var hún ekki spurð hvaða þættir nákvæmlega þetta væru?  Á hvers forsendum er þetta verkefni?  Af hverju heldur háskólafólk að hægt sé að smíða kerfi sem virkar fyrir opið og síbreytilegt umhverfi þar sem ekki er hægt að stjórna umhverfisþáttunum sjálfum!!!  Breyting á hafstraumum og hitastigi eru afgerandi þættir þegar kemur að afkomu fiskstofna.  Veiðarnar eru hverfandi þáttur.  Sjávarútvegur er ekki sama og fiskeldi.  Af hverju láta menn eins og hafið sé risastórt baðker??

Af hverju kynna fjölmiðlamenn sér ekki mál sjávarútvegsins?  Af hverju er er engin gagnrýn hugsun leyfð þegar kemur að kvótastýrðum veiðum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband