13.3.2014 | 22:46
Gunnar Bragi lætur Össur spila með sig
Össur atyrðir Gunnar Braga fyrir að láta Norðmenn plata okkur í makrílviðræðunum og Gunnar stenzt ekki frýjunaryrðin heldur hleypur upp til handa og fóta og kallar sendiherra Norðmanna og ESB á sinn fund og heimtar svör fyrir Össur! Ef þetta er ekki hrekkur ársins hjá Össuri þá allavega verður erfitt að toppa þetta asnastrik utanríkiráðherrans.
Nú sitja örugglega allir ráðamenn í Evrópu og klóra sér í hausnum yfir þessum utanríkisráðherra uppi á Íslandi sem heldur að hann geti beitt embætti sínu til að krefjast upplýsinga um milliríkjasamninga sem Ísland er ekki aðili að. Nú vantar bara lýsingar sjónarvotta á því, hvort hann hafi rifið af sér skóinn og barið honum í borðið í vanmáttugri reiði!
En Össur mun skrifa annað bindi Árs Drekans og tileinka það ríkisstjórn Sigmundar Davíðs. Það verður örugglega ekki síðri lesning en fyrra bindið. Nú loksins eru orð Þorgerðar Katrínar vel við hæfi því þetta eru spennandi tímar þótt þeir hafi ekki verið það þegar þorgerður missti þau útúr sér í miðju hruni!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:31 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.