14.3.2014 | 10:16
Pukur varðandi náttúrupassa
Samkvæmt fréttinni virðast frumvarpsdrögin ganga þvert á fyrri hugmyndir um þessa skattheimtu. Fyrst var talað um að gjaldið yrði eingöngu innheimt af erlendum ferðamönnum og þá gegnum skipulagðar ferðir undir leiðsögn löggildra leiðsögumanna. Þær hugmyndir hljómuðu ekki óskynsamlega þar sem með því myndi nást tvíþættur tilgangur. Í fyrsta lagi með leiðsögn væri dregið úr átroðningi á viðkvæmum svæðum og í öðru lagi yrði ferðamönnum tryggð nauðsynleg þjónusta fyrir það gjald sem innheimt yrði.
Nú virðist aðaltilgangurinn gjaldtakan sjálf. Skítt með það þótt ferðamenn fari eftirlitslaust þvers og kruss jafnt utanvega jafnt sem eftir illa færum vegaslóðum. Jafnt á Hornströndum sem Hornbjargi mega ferðamenn áfram skemma umhverfið bara ef Náttúrupassasjóður fær sitt. Þetta er ömurleg framtíðarsýn og skammsýni miðað við hve landið þolir illa allan þennan ágang.
Þegar "landeigendur" eru búnir að byggja upp lágmarksaðstöðu þá geta þeir farið að rukka fyrir það en að setja upp gjaldskýli og byrja að rukka fyrir aðgang en enga þjónustu er siðleysi og græðgi. Og hvað um þann forréttindaaðal sem hefur fengið að eignast sumarbústaði á Þingvöllum? Eiga þeir áfram að njóta frírrar dvalar meðan aðrir þurfa að greiða 2 þúsund á mann fyrir dagsdvöl í þjóðgarðinum? Það hljóta allir að sjá að þetta frumvarp þarf meiri kynningu og meiri aðkomu almennings til að gera athugasemdir. Þetta ferli sem þingmenn bjóða upp á er ógagnsætt og fólk nýtir sér ekki möguleika til að senda inn athugasemdir til alþingis. Yfirgnæfandi meirihluti veit aldrei hvað er í gangi fyrr en lögin hafa tekið gildi. Þessu er hægt að breyta með einfaldri kynningu áður en umræðu lýkur á Alþingi.
Náttúrupassi hjá sjálfseignarstofnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:20 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.