Byggðastefna sunnanmanna

Það var skynsamlegt að fækka lögsagnarumdæmum og þar með sýslumönnum.  En þar með var skynsemin á enda því menn að sunnan skilja ekki þær takmarkanir, sem vestfirsku fjöllin setja íbúum sínum. Allir sem einhvern tíma hafa búið á Vestfjörðum vita að Suðurfirðirnir, þ.e byggðin við Arnarfjörð og Barðastrandarsýslurnar eru ekki í vegasambandi við Norður-Ísafjarðarsýslu nema 7-8 mánuði á ári. Þess vegna er óskiljanlegt af embættismönnum fyrir sunnan að staðsetja þjónustustofnanir á sviði löggæslu og heilbrigðismála á suður svæðinu.  Þetta þýðir í raun mikinn kostnað og óþægindi fyrir meirihluta íbúa svæðisins sem búa á norður svæðinu. 

Ef takast á að halda Vestfjörðum í byggð þá má ekki skerða þjónustuna eins og nú eru áform uppi varðandi sameiningu heilsugæslu og löggæslu og staðsetja stofnanirnar á fámennara svæðinu.

Suðursvæði Vestfjarða ætti frekar að tilheyra þéttbýlinu við Breiðafjörð heldur en Vestfjörðum sem sérstökum landshluta. Enda eru samgöngur um Breiðafjörð tiltölulega öruggar með nýrri og fullkomnari Breiðafjarðarferju. 

Því ættu lánlausir ráðherrar í ríkisstjórn hinna ríku, að hlusta nú einu sinni á heimamenn og gera ekki kerfisbreytingar sem gætu haft óafturkræfar búsetubreytingar í för með sér.

Til að fólk vilji búa út á landi þarf gott aðgengi að grunnþjónustu. Læknis og löggæsla falla undir þá þjónustu.  Svo og skólar sem því miður er verið að rústa af þriðja ráðherra þessa ömurlega stjórnmálaafls sem Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn í skugga Davíðs og Hannesar Hólmsteins.

Hefði þetta verið gert ef Elliði Vignisson væri bæjarstjóri á Ísafirði?

 


mbl.is Óskynsamleg ákvörðun innanríkisráðuneytisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband