Ógagnsær ríkisrekstur

Launadeila lækna og ríkisins snýst ekki um krónur og aura.  Hún snýst um pólitík.  Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk lagði á sig mikla vinnu og gekkst undir nánast ómannlegt álag til að halda kerfinu gangandi á tímum niðurskurðar og efnahagsþrenginga.  Þetta gerðu þessar stéttir vegna loforða stjórnmálamanna um leiðréttingu á kjörum og starfsaðstöðu þegar úr rættist.

En núverandi stjórnvöld hafa sýnt hug sinn í verki varðandi forgangsröðun þegar kemur að uppsetningu ríkisreiknings núverandi ríkisstjórnar. Í stað þess að styrkja heilbrigðiskerfið er haldið áfram að höggva í undirstöðurnar bæði af heilbrigðisráðherra en ekki síst fjármálaráðherra.  Þessir 2 ráðherrar ætla greinilega að ganga af samfélagsrekinni heilsugæslu dauðri og þeir ætla ekki að leiðrétta kjör lækna.

Afleiðingin er augljós.  Læknar munu unnvörpum hætta að vinna fyrir ríkið og setja upp einkareknar læknastofur líkt og mörg dæmi er um nú þegar.  En munurinn verður sá að þá verður ekkert val fyrir sjúklinga hvort þeir leita til einkastofa eða heilsugæslulækna.  Því þá verða einfaldlega engar heilsugæslur og engir ríkis-spítalar.

UM þetta snýst þessi kjaradeila.  Og hvað segir landlæknir þá?  Þessi sami landlæknir og horfði upp á Björn Zoega keyra Landsspítalann í þrot.  

Ég held að við þurfum að hugsa þetta upp á nýtt. Fjárlagagerðin í höndum Alþingis er tímaskekkja.  Alþingismenn eiga ekki að útdeila krónum og aurum eða standa í þrefi um meðferð fjármuna við ríkisforstjórana.  Og ríkisforstjórarnir eiga ekki að reka þessar stofnanir á ölmusu frá Alþingi. Alþingi gæti hins vegar sett ramma um starfsmannafjölda sem ríkið hefði efni á að borga laun og sjá til þess að launareikningurinn sé að fullu efndur en ekki tíðkað að fresta greiðslum í lífeyrissjóði og þar með búinn til sveigjanleiki til að fjölga stöðugt stöðugildum.

Ef við þurfum 1 lækni á hverja 5 þúsund íbúa sem dæmi þá verður bara svo að vera og ríkið greiðir bara þann launakostnað án ágreinings.  Eða af hverju skyldu lögfræðingar og allir sérfræðingarnir í þjónustu ríkisins geta ákveðið sína gjaldskrá en ekki mikilvægustu starfsmennirnir sem eru læknarnir og sérfræðingarnir á spítölunum og rannsóknarstofunum.

Hér þarf að skera niður óþarfa stoðrekstur á vegum ríkis og sveitarfélaga og einbeita sér að grunnþjónustunni. Aftur..


mbl.is Milljarðslækkun ekki rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband