21.11.2014 | 14:24
Hið miðstýrða Ísland
Einokunin og hringamyndunin hér á þessu náskeri hefur orðið í skjóli þess misskilnings að hjá 300 þúsund manna þjóð þrífist samkeppnismarkaður. Til að koma á neytendavænu umhverfi þarf að setja hér alvöru neytendalöggjöf sem tekur til alls reksturs og allra rekstraforma. Í kjölfarið þarf að leggja niður Samkeppniseftirlitið og þessar ónýtu eftirlitsstofnanir eins og Póst og fjarskiptastofnun, Fjölmiðlastofu, FME og hvað þessar ónýtu stofnanir allar heita. Hættum þessum blekkingum að við getum rekið hér örþjóðfélag með sömu uppbyggingu og milljónaþjóðir gera.
Á íslandi þarf að skilgreina markaðinn sem fákeppnis og einokunarmarkað og miða reglurnar við það. Það mun þýða miklu minna svigrúm fyrir fyrirtæki til samruna og samþjöppunar. Enda er það beinlínis skaðlegt fyrir heildarhagsmuni þjóðarinnar hvernig einokunar og hringamyndun á öllum sviðum hefur verið látin óátalin í skjóli Samkeppnisstofnunarinnar.
Sjá menn ekki hvað samþjöppunin á fjölmiðlamarkaði er hættuleg? Ætla menn að leyfa Eigendafélagi Framsóknarflokksins að sölsa undir sig stóran hlut af fjölmiðlaútgáfu á netinu án þess að gera við það athugasemdir? Halda menn að Björn Ingi hafi fjárhagslegt bolmagn til að standa í þessu einn? Auðvitað ekki. Fjármagnið kemur úr sjóðum þeirra sem hagnast mest á þöggun og ritstýringu.
það hefur lengi verið reynt að koma múl á ritstjórn DV og það hefur tekist með óvinveittri yfirtöku Pressunnar ef við leyfum því að gerast.
Almenningur getur komið í veg fyrir það með því að sniðganga með öllu vefi Pressunnar og Dv.is þangað til þessi gjörningur verður afturkallaður.
Yfirvöldum er ekki treystandi til að gæta hagsmuna almenningseins og allir ættu að vita
Stefnt að samruna DV og Pressunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:29 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.