Talað í gegnum Þorvald Lúðvík

Fréttin á RUV er dæmigerð ekki frétt. Þarna er Samherji að reka áróður fyrir sínum hagsmunum og notar við það embættismann sem er látinn  semja fréttatilkynningu í nafni óháðra samtaka.  Í þessu tilfelli Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.  En við hljótum að sjá hvaða hagsmunir liggja undir.  Samherji er með fiskvinnslu við Eyjafjörð og vill að ríkið setji meiri pening í Akureyraflugvöll til þess að þeir geti notað hann fyrir fiskútflutning á eigin afurðum. Sama er um Egilstaðavöll að segja. Að sveitastjórnamenn láti misnota sig svona segir í raun allt um þá atvinnukúgun sem á sér stað vegna samþjöppunar aflaheimilda langt umfram allt velsæmi. En Samherji á bráðum hálft Ísland í félagi við Þórólf hjá KASK.  Þeir stefna að óvinveittri yfirtöku og við erum þau einu sem getum stoppað þá.

Er ekki tími til kominn að rumska??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband