Að einkavæða skúringar

Hér áður tíðkaðist að ráða fólk sem verktaka í skúringar og borga þeim samt bara samkvæmt taxta. Margir hafa bætt á sig svona störfum sem annarri eða þriðju vinnu. 

Þetta er liðin tíð. Athafnamenn Heimdalls hafa yfirtekið þessa starfsemi í skjóli undirboða sem byggir á nútíma þrælahaldi. Fréttir af svona fyrirkomulagi á Landspítalanum hefur komið fólki í uppnám.  Og ekki bætir úr að framkvæmdastjórinn segir blákalt, að ákveðið hafi verið að draga úr hreinlæti til að spara?  Var þetta dagskipun Björns Zoega? spyr ég bara.  Og vissi landlæknisdruslan af þessu?

Ég hélt í einfeldni að hreinlæti væri hvergi mikilvægara en á spítölum nema kannski á veitingastöðum. Og svo á bara að halda fund og blessa klúðrið.  Varla batnar hreinlætið við það.  Auðvitað á að segja upp þessum samningi hið snarasta og færa þessi mál til fyrri vega.

Smálánafyrirtækjamenningin á ekki heima í heilbrigðiskerfinu.

Og hvernig er með þennan Kærnested í rekstrarfélagi stjórnarráðsins. Þann sem rak skúringarkonurnar.  Er hann eitthvað skyldur leigusalanum með sama nafn, sem lifir á okurleigustarfsemi sem er fjármögnuð með lánum sem hann neitar að greiða.

Kannski að DV upplýsi það næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband