Svipta þarf Jón Gunnarsson þingmannssætinu

Þingmenn eiga að starfa að almannahagsmunum en ekki haga sér eins og fylgdarkonur.  Jón Gunnarsson hefur selt sig og staðið vörð um hagsmuni kvótaeigenda og annarra fjármagnseigenda. Þannig menn eiga ekki að sitja á þingi.

Og þar að auki er maðurinn svo illa gefinn að furðu gegni að hann skuli vera í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn.  Eða hvaða sæmilega skynsamur maður vogar sér að fara fram með svona þvælu:

„Það er ríkj­andi mis­skiln­ing­ur varðandi ramm­a­áætl­un. Það að setja virkj­an­ir í nýt­ing­ar­flokk hef­ur ekk­ert með þá ákvörðun að gera að þar verði virkjað. Þegar virkj­ana­kost­ur fer í nýt­ing­ar­flokk á eft­ir að fara í allt um­hverf­is­mat þeirra fram­kvæmda sem til­heyra hverri virkj­un. Þannig að það er mik­il vinna framund­an. Um­hverf­is­mat get­ur tekið lang­an tíma, jafn­vel nokk­ur ár,“

Er umræðan a Alþingi virkilega enn á svona lágu plani? Ljúga menn eða er heilabúið bara ekki virkara? 

Það hefur aldrei verið nauðsynlegra en núna, að setja alþingismönnum siðareglur og banna hagsmunagæslu og lobbýisma á þingi.  Það er víst nóg af lobbyistum sem herja á þingmenn utan þingsala.


mbl.is Umræðan á villigötum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband