Ruglið í sambandi við byssumálið

Landhelgisgæslan og lögreglan þurfa vopn. Norðmenn eiga vopn. Þegar norski herinn endurnýjar vopnin sín þarf hann að farga gömlu byssunum og það kostar pening.  Þess vegna fannst mönnum tilvalið að láta íslendinga hafa nokkrar byssur og til að uppfylla formsatriði norskra laga þurfti að búa til reikning.  Eða eins og norskur foringi sagði, "við urðum að skrifa reikning"  Ekki að senda hann í innheimtu. En fjölmiðlafárið hér á íslandi varð til þess að eyðileggja þessa áætlun. Norðmenn, eins formfastir og þeir eru, þurftu nú að standa við "söluna". Og allir tapa. 

Fyrirhuguð vopnakaup sem örugglega verða heimiluð munu kosta mun meira en 11 milljónir og það mun kosta Norðmenn 11 milljónir að farga þeim byssum sem nú á að skila.  Er nema von að maður efist um dómgreind íslenzkra embættismanna þegar svona er staðið að málum.

Vita menn ekki lengur hvenær rétt er rétt og hvenær rangt er rangt? Þarf eitthvað að spyrja Ögmund um leyfi fyrir vopnakaupum?  Eða gerðist þetta vegna þess að búið var að lama innanríkisráðuneytið?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband