Fá börn í borginni ekkert að borða heima?

Ég skil ekki þessa umræðu um máltíðir á leikskólum. Manneldismarkmið eru ágæt, en að fara eftir þeim í einu og öllu gerir enginn.  Og eru foreldrar sem núna gagnrýna borgina sem hæst , með hreina samvizku varðandi eigin eldamennsku?  Ég fullyrði að svo sé ekki og menn ættu að stilla hávaðanum í hóf.

Börnin og næring þeirra eru á ábyrgð foreldra en hvorki Dags B. Eggertssonar eða Skúla Helgasonar.  Ef allt væri í lagi heima væru börn og unglingar ekki svona feit. Þið gleymið því. Óhollar matarvenjur og skyndibitamenning hinna önnum köfnu lífsgæðakeppenda bitnar á börnunum og þá er svo nærtækt að ráðast á skólana og velferðarsviðið og kennarana og Dag og bara einhvern annan en sökudólginn sjálfan.

Kvenmaður líttu þér nær


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband