N4, eins og sjónvarp á að vera

Fjölmiðlun þarf að vera frjáls til að vera trúverðug. Í því sambandi skiptir eignarhald höfuðmáli og þar á eftir fagmennska dagskrárfólks og tæknimanna. Allt þetta prýðir N4 á Akureyri. Og til viðbótar eru þeir lang-skemmtilegasta sjónvarpsstöðin og sjónvarpa allan sólarhringinn. Einnig má treysta að auglýst dagskrá stendur.

Þetta gat litla stöðin á Akureyri þrátt fyrir undirboð ríkisfjölmiðilsins á skjáauglýsingamarkaði. Það er ekki Páli Magnússyni að þakka að N4 náði fótfestu.  N4 náði vinsældum og þar með auglýsendum þrátt fyrir siðlaus undirboð RÚV á auglýsingamarkaði undir stjórn Páls Magnússonar. Nú er að heyra á nýjum útvarpsstjóra að hann ætli í samkeppni við N4 fyrir norðan með því að efla svæðisútvarpið þar. Þetta er náttúrulega lítilmannlegt af risanum. Ríkismiðillinn á ekki að haga sér svona á fákeppnismarkaði.  Hann á frekar að styðja við og styrkja einkaframtakið á bakvið landsbyggðarsjónvarpsstöð eins og N4.  Stöð sem þjónaði landsbyggðinni allri á meðan RÚV pakkaði saman og fór þess í stað að þjóna litlum hópi íþróttaáhugamanna og sérstaklega boltabulla. Stuðningur Rúv gæti til dæmis komið með því að kaupa fréttainnslög af N4 í stað þess að vera með frétta og tökulið á launum þar. Því RÚV á ekki að stunda samkeppni. Rúv á að vera leiðandi en ekki sú þunglamalega og gelda stofnun sem hún er í dag. Hvernig stendur á að N4, ÍNN og Stöð 2, geta öll boðið upp á betri innlenda dagskrá en RÚV?  Þetta sem RÚV kallar innlenda dagskrá er eitthvað helvítis pop-músik-lágmenningar drasl, sem fáir njóta. Þar er engin vöruþróun í gangi.  Enda varla við því að búast þegar stjórnendur þurfa ekkert að hafa fyrir lífinu. Eru bara áskrifendur af nefskatti og það sem upp á vantar kemur bara um hver áramót sem fjáraukalagasending.  Þetta lið þarf ekkert að spá í áhorf.  þeir eiga fyrirtækið sem mælir áhorfið og ráða sjálfir hvaða skerf þeir fá af auglýsingapottinum.  Þáttagerðin er aukaatriði. Bara eitthvað sem fyllir útsendingatímann. Því starfsmenn RÚV hafa engan metnað. Senda aula á flandur til útlanda.  Láta yfirlætisfullan ungling sjá um íslenzkuna, hóp af furðufuglum sjá um kúltúrinn og skrækasta fyrrum ungstirnið sjá um sub-kúltúrinn.  Þannig finnst RÚV þeir standa við þjónustusamninginn við menntamálaráðherra sem er drullusama, því hann horfir bara á Netflix og les fréttir á MBL.is.

Þess vegna er svo mikilvægt að gangi vel hjá N4 og öðrum vaxtarbroddum frjálsrar fjölmiðlunar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband