Bjarni Ben vill ekki skoða skattaundanskotin

Á meðan ekki fæst niðurstaða hjá fjármálaráðuneytinu um fjármagn til kaupa á upplýsingum um skattaundanskot gefst viðkomandi aðilum tækifæri til að flytja fjármuni sína annað og fela slóðina. Ef þessir fjármunir koma aldrei til Íslands þurfa eigendurnir ekkert að óttast. Þess vegna hljóma úrtölur og vangaveltur Bjarna Ben eins og tilraun til að koma í veg fyrir að upplýsingar um skattaundanskotin verði notaðar af skattrannsóknarstjóra.Sannanlegt ólögmæti skattaundanskots á sem sagt að víkja fyrir lagatækni um hugsanlegan vafa á lögmæti upplýsinganna. Og að segja að skattrannsóknarstjóri ráði þessu en á sama tíma draga úr fjárframlögum til embættisins er mótsögn sem verður að krefjast skýringa á. 

Það safnast óðum í nýjan valköst fyrir Bjarna Ben og nú vegna hans eigin verka sem fjármálaráðherra. Einkavinavæðing á hlut Landsbankans á Borgun þarfnast rannsóknar og sama má segja um dráttinn á hagnýtingu upplýsinga um skattaundanskotin þegar öllum peningum var stolið í banka og sparisjóðaráninu undir vernd Sjálfstæðisflokksins 2003-2009. Þar lék stórt hlutverk eitt lögmannafyrirtæki með sterk tengsl við forystu Sjálfstæðisflokksins. Þeir báru öðrum fremur ábyrgð á stofnun aflandsfélaganna og millifærslu peninganna til Lúxemborgar og áfram þaðan.  Löglegt en siðlaust.  Að borga ekki lögbundna skatta bæði ólöglegt og siðlaust.  Hvers vegna þessi dráttur Bjarni.  Hvers vegna að þvælast fyrir yfirvöldum?  Hverja ertu að  vernda?  Og hver er þinn ávinningur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er hann ekki bara að vernda sjálfan sig? Burtséð frá öllum ættingjum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.11.2014 kl. 16:29

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hagsmunir flokksins eru alltaf í fyrsta sæti.  það er lögmál Haukur.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 28.11.2014 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband