1.12.2014 | 10:50
Tækifæri fyrir tækninörd
Það er fátt meira pirrandi en bíða eftir strætisvagni sem kemur aldrei. Ég hef lent í því oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Þess vegna hlýtur að vera hægt að auka gæði þjónustu með betri upplýsingagjöf. Þau skref sem hafa verið stigin með strætóappinu og rauntímakortinu á netinu eru góð skref en ekki nóg. Það eru svo margir sem ekki geta hagnýtt sér smarttæknina í snjallsímunum. Hins vegar væri hægt að nettengja sjálf biðskýlin og upplýsingatöflur vagnanna. Þá væri hægt að hugsa sér ljósastýringar með tölvustýrðum perum sem segðu til um ferðir vagnanna.
Rautt myndi þá þýða ekki í akstri. (Til dæmis margar ferðir um helgar og svo vegna bilana eða veðurs) Gult gæti merkt seinkun og grænt á áætlun.
Tæknin er til. Vantar bara snjalla ódýra útfærslu. Og vilja hjá stjórn Strætó BS.
Farþegar ósáttir við ákvörðun Strætó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.