Burt með Steinþór, stjórn bankans og Bjarna

Það er verið að hola Landsbankann að innan með sölu á dótturfélögum til handvalinna kaupenda. Þetta gengur ekki upp. Nú þarf almenningur að taka í taumana. Ekki gerir stjórn landsbankans neitt og Bjarni Ben virðist samþykkur þessari sundurlimun. Ef verðmætustu hlutar bankans eru einkavæddir hvert er þá virði lánasafnsins sem eftir stendur? Eða eru menn að skjóta undan eignum áður en bankinn fellur?

Viðskiptablaðið segir frá


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Hvað skyldi hlutur Steinþórs og annarra stjórnenda bankans verða mikill? Þeir fengu samning sem tryggir þeim myndarlegan ávæning af hagnaði og þessar sölur á Borgun og Valitor skila milljarða hagnaði í bókhaldsuppgjöri bankans. Ef bankinn yrði seldur á opnum markaði þá fengju stjórnendur ekki þennan bónus

En eigandinn fengi andvirði alls bankans en ekki bara þess sem einkavinirnir vilja ekki.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.12.2014 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband