Stundarskaupið

vlcsnap-2015-01-01-13h17m34s253.pngÁ meðan Áramótaskaup Sjónvarpsins, með stórum staf var álíka fyndið og kæst skata, þá kunni ég vel að meta húmorinn í Stundarskaupinu. Atriðin með Gambranum, leikskólalögum þjóðarinnar og stælingin á kastljósviðtölunum, hittu nákvæmlega í mark. Leikurinn, söngurinn og textinn var allt eins og átti að vera. Hvorki of eða van. Þess vegna læt ég mér í léttu rúmi liggja hversu gjörsamlega misheppnað skaupið með stóra stafnum var. En vonandi verður ekki reynt að gera pólitískt skaup aftur. Það voru mistökin sem handritshöfundar og leikstjórinn gerðu , að nota skaupið til að koma á framfæri sínum eigin pólitísku skoðunum. það kann vlcsnap-2015-01-01-13h17m52s179_1252082.pngekki góðri lukku að stýra. Því uppistand er ekki sama eðlis og leikstýrt gamanefni. Í uppistandi fyrirgefst mönnum að vera persónulegir og pólitískir. það er hægt að horfa í gegnum fingur við Dóra DNA að gera grín að afa sínum og það er hægt að umbera Ara Eldjárni að gera grín að foreldrum sínum jafnvel þótt grínið sé græskusamt, því uppistand er eins og eintal. Annaðhvort finnst mönnum uppistandarinn góður eða lélegur.  því miður eru íslenzku uppistandararnir flestir lélegir þótt þeir eigi sína spretti og sína brandara.

En kannski eru Íslendingar upp til hópa jafn húmorslausir kæst skata.

Hvað veit ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband