Blekkingar Bjarna Ben og þögn Kristjáns Þórs

615389.jpgBjarni Benediktsson fjármálaráðherra, hefur tjáð sig um kröfur lækna og fer þar með vísvitandi blekkingar sem hann treystir á að verði ekki svarað af samninganefnd lækna. En heimskur pöpullinn gleypir við áróðri stjórnvalda og nú virðist sem samúð eða velvilji almennings með kröfum lækna sé að snúast upp í hneykslun á óhóflegri frekju hálaunamanna. Nákvæmlega eins og Bjarni Benediktsson lagði upp með.

Þess vegna verða læknar að upplýsa kröfur sínar. Þessi leyndarhyggja hefur ekkert upp á sig. Á meðan laun lækna eru greidd úr ríkissjóði þá á almenningur fullan rétt á að vera upplýstur um launakjör lækna. Því það er ólíðandi að annar aðilinn, í þessu tilviki fjármálaráðherra geti blekkt almenning með vísvitandi blekkingum og hálfsannleik varðandi yfirstandandi kjarasamninga.

Með því að nefna meðallaun upp á 1100 þúsund og hækkunarkröfu upp á 40% þá er verið að telja almenningi trú um að kröfur lækna feli í sér 400-500 þúsund króna hækkun á mánuði. Þetta er náttúrulega ekki rétt. Ef læknar krefjast 40% hækkunar þá er það hækkun á grunnlaun en ekki meðallaun. þarna munar umtalsverðum fjárhæðum.  því grunnlaun lækna eru ekki há. 340 þúsund fyrir almenna lækna og 550 hjá sérfræðilæknum.  40% hækkun á þessi grunnlaun getur ekki talist óhóflegar kröfur miðað við aðra hálaunahópa í ríkisgeiranum.

Og hvað eru læknar margir? 400-500? leiðrétting til þeirra mun þá kosta 1-2 milljarða. Höfum við efni á að rústa því sem eftir er af heilbrigðisþjónustunni fyrir 2 milljarða?

Hvað lækkuðu þessir auðmenn aftur skatta á auðmenn mikið á fyrstu vikum valdtöku sinnar? Var það ekki upphæð sem nemur tug milljarða?

Hvað finnst fólki? Ætlar það að snúast gegn læknum og sitja uppi með ónóga sjúkraþjónustu á næstu mánuðum eða stendur nú þjóðin einu sinni með sjálfri sér og hrindir þessari atlögu stjórnvalda að heilbrigðiskerfinu í eitt skipti fyrir öll?

Kristján Þór stenst ekki alvöru þrýsting. Hann verður fljótari að brotna en Hanna Birna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk ég ætla að fá að deila þessari grein.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.1.2015 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband