Um hvað sömdu læknar?

Hjúkrunarfræðingar eru sennilega vanmetnasta stétt landsins þegar kemur að launum og álagi í vinnu. Þess vegna er ekki skrýtið þótt þau beri sig saman við lækna í þessari launadeilu sem bitnar nú á sjúklingum og aðstandendum af vaxandi þunga. Ég stóð með læknum í þeirra baráttu og ég styð hjúkrunarfræðinga heilshugar. Þeir eiga ekki að sætta sig við miklu lakari kjör en læknar hafa. Og það á líka að gilda um aðra sérfræðinga sem starfa á sjúkrahúsunum. Miðið ykkar launakjör við læknana og krefjist síðan að framvegis verði gerðir vinnustaðasamningar á Landspítala Háskólasjúkrahúsi sem gildi fyrir allt heilbrigðisstarfsfólk á vegum ríkisins. Núverandi fyrirkomulag gengur ekki. Verkföll af þessu tagi eru ekki boðleg.  Hvorki fyrir launafólk eða launagreiðandann.

En lög á vinnudeilur eru heldur ekki það sem neinn vill. Alþingi væri nær að endurskoða lög um stéttarfélög og vinnudeilur og koma kjaramálum í viðunandi farveg. Þetta leikrit sem sett er upp af fjölmiðlum í hvert skipti sem stefnir í átök á vinnumarkaði er orðið dálítið þreytt.

 


mbl.is Lög á verkfallið ekki útilokuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Er fólk búið að gleyma því hvað hjúkrunarfræðingar og aðrar vanmetnar láglaunastéttir sjúkrastofnana lögðu á sig, þegar hér var allt í galtómum hershöndum hömlulausra og landamæralausra banka/lífeyrissjóða-ræningja? Banka/sjóða-ræningja sem óðu hindrunarlaust yfir öll landamæri með alþjóðavegabréf, sem engin lög né reglur siðmenntaðra samfélaga ná yfir? Heimta bara enn á ný, gróðabónusa fyrir bankaránsfenginn?

Hver vill láta niðurbrotinn, grátandi og bugaðan hjúkrunarfræðing hjúkra sér?

Lög á hjúkrunarfræðingaverkfall mun að sjálfsögðu afturkalla launahækkun lækna. Það er að segja ef hér á landi eiga að gilda lög og reglur sanngjarnra siðmenntaðra þjóða.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2015 kl. 14:10

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

 Takk fyrir þetta Anna. Við þurfum miklu fleiri að láta ríkisstjórnina heyra að það er almennur vilji til að leiðrétta kjör allra heilbrigðisstarfsmanna og auka þjónustu við aldraða. Þetta kostar auðvitað peninga en þá verður bara að forgangsraða með það í huga hvar þörfin er mest. Við eigum til dæmis ekki að ausa fé í stjórnmálaflokka og ríkiseftirlitsstofnanir sem engin þörf er á. Eins má spara mikið í ferðakostnaði og dagpeningagreiðslum. Matarholurnar eru víða í kerfinu sem pólitíkusarnir eru búnir að búa til fyrir sig og vini sína. Vissirðu að forstjóri Póstsins er með 2 milljónir í laun og risnu á mánuði? Og sama sjálfsagt með aðra ríkisforstjóra. Það er ekki eins og þessir menn séu einhverjir viðskiptasnillingar. En þegar kemur að því að umbuna fyrir fagstörf á spítölum sem hvorki Magnús Geir né Ingimundur Pálsson gætu hlaupið í, þá er mönnum bara sýndur hroki og lítilsvirðing af fulltrúum fjármálaráðherra. Svei þeim öllum

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 1.6.2015 kl. 15:41

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Jóhannes Laxdal. Ég er og verð á móti sérréttindakjörum af öllu tagi. Það er eitthvað sem ég fæddist með í sálinni.

Sérstaklega Banka-bónusum og ofurlaunuðum Lífeyris-skattræningjasjóðs-verndurum. Þar er mesta ónytjungafleskið sem fer til spillingarinnar.

Meðal ýmissa hluta vegna er ég á móti sérréttindunum, en aðallega vegna þess að það deyfir meðvitund þeirra sérréttindaþega sem eru látnir fá þau sérréttindi. Svo er reynt að halda þingmönnum frá sínum hreinskilnu vinum, og þeim jafnvel sagt að almenningur skilji ekki málin? Eða hvað?

Þetta er útspekúlerað sálfræðinet, sem ungir og efnilegir þingmenn/konur eru veidd í.

Skömm þeirra sem skipuleggja svona einangrunar-sálfræðikúnstir frá efstu toppum embættis/dómsstólapíramída er mikil.

Skilum skömminni til þeirra sem eiga hana!

Það er að segja til lögmannavarðaðra siðlausu dómsstólanna, sem svíkja fólk um það að lifa í samfélagi siðaðra og með reisn, samkvæmt Stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.6.2015 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband