"Lögfræðiálit" eins manns!

Sigurður Ingi skýlir sér bak við lögfræðálit setts umboðsmanns Alþingis þegar hann þykist nauðbeygður til að kvótasetja makrílinn. Það hentar honum og stærstu kvótahöfunum vel en gengur gegn almannahagsmunum. Gegn þessu lögfræðiáliti setts Umboðsmanns fullyrði ég að hægt er að fá fjölda álita frá miklu virtari fræðimönnum sem ganga gegn þessari niðurstöðu sem búin var til sem áfellisdómur yfir stjórnsýslu Jóns Bjarnasonar í ráðherrastóli fyrst og fremst.  Við sem munum nokkur ár aftur í tímann öfugt við þingmenn, sjáum til hvers refirnir eru skornir í þessari viðleytni kvótahafa og handbenda þeirra í ríkisstjórn til að rammgirða kvótastýringu fiskveiða til allrar frambúðar.

Það er dapurlegt að vera vitni að því hvernig þingmenn og ráðherrar þessarar ríkisstjórnar beita sér grímulaust fyrir sérhagsmunum gegn almannahagsmunum. Hvernig ætla þessir menn að skrifa undir siðareglur Alþingismanna, sem haga sér með þessum hætti?  Eða vita þeir sem er að þeirra þingsetu verður shjálfhætt eftir þetta kjörtímabil.  Og þess vegna hamast Sigurður Ingi, Jón Gunnarsson, Illugi Gunnarsson og allar hinar strengjabrúðurnar sér við að koma sem stærstum hluta þjóðarkökunnar í hendur einkavinanna alveg eins og fyrir hrun.

Þingmenn sem samþykkja lög eins og þetta frumvarp um kvótasetningu makríls hafa ekki hundsvit á sjávarútvegi. Þeir vita ekki hvernig stórútgerðirnar höguðu sér við veiðarnar undanfarin ár. Þessir alþingismenn ættu að kanna hverjir skiluðu mestum verðmætum að landi per veitt kíló.  Gæti verið að það hafi verið litlu bátarnir?   Litlu bátarnir sem nú fá engan kvóta vegna þess að stóru útgerðirnar sem voru svo duglegar að búa sér til veiðireynslu og mokuðu tugum þúsunda tonna í bræðslurnar sínar fá núna 99% af kvótanum!

Þótt ég sé á móti kvótastýringu þegar tilgangurinn er ekki að vernda fiskstofna gegn ofveiði þá skil ég að eitthvað skikk þarf að vera á öllu.  Til dæmis það að úthluta smábátum 10% af heildarkvóta og innan þess potts mætti hugsa sér aflahámark á báta.  Eitthert magn sem útgerðir gætu treyst sér til að gera út á með hagnaði. Hvert það magn er veit ég ekki en að úthluta nokkrum tonnum á bát og banna svo framsal þess kvóta gengur ekki.  það er ekki stjórnun það er aftaka.


mbl.is Makrílfrumvarpið aðeins til 1 árs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvaða makríl er verið að rífast um? Hér er enginn Makríll og algerlega duttlungum háð hvort hann kemur. 

Jón Steinar Ragnarsson, 23.6.2015 kl. 23:54

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Makríllinn kemur og makríllinn fer
og munar um minna.
En tilefni ágreinings ef enginn er
alltaf má finna

wink

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.6.2015 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband