Eineltið gegn Vigdísi

Ég er svo sem ekkert saklaus af að hafa hent gaman að ummælum Vigdísar Hauksdóttur í gegnum tíðina.  En alltaf var það græskulaust og án nokkurs illvilja. En síðan Vigdís öðlaðist völd og varð formaður fjárlaganefndar og annar aðalmaðurinn í hagræðingarnefndinni "illræmdu". þá tók ríkisfjölmiðillinn upp kerfisbundið einelti gegn Vigdísi sem aðrir úr liði stjórnarandstöðunnar fylktu sér um. Þetta einelti er hatursfullt og svo fullt af ofstæki að öllu sómakæru fólki hlýtur að blöskra.

Tökum sem dæmi kvöldfréttir RUV.  Þar útskýrði Vigdís meðal annars á mannamáli hvers vegna túlkasjóður heyrnalausra væri tómur. En Vigdís er oft ónákvæm varðandi smáatriðin og varð það á að tala um laun túlka í staðinn fyrir gjaldskrá þjónustunnar sem RUV nýtti sér að sjálfsögðu til að koma höggi á Vigdísi eins og lesa má í nýrri frétt þar sem talað er við Valgerði Stefánsdóttur, forstöðumann Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra.

Og nú spara þeir ekki stóru orðin í fyrirsögninni! 

Segir ummæli Vigdísar alröng

Hvorki meira né minna. Ég verð nú að segja að þessi þvæla sem höfð er eftir Valgerði í þessari frétt er óskiljanlegur útúrsnúningur. Það sem máli skiptir er að kostnaðurinn hækkaði um 45% og það er þess vegna sem heyrnalausir fá 45% minni þjónustu.  Valgerður getur svo sem reynt að villa einhverjum sýn en mér þykir augljóst að þarna hafi Katrín verið að hækka gjaldskrána af greiðasemi við samflokkskonu sína, Svandísi Svavarsdóttur, sem svo skemmtilega vill til að er einmitt táknmálstúlkur!  Og er beintengd inn í þessa stétt táknmálstúlka sem eru að nýta sér bágindi heyrnaskertra til að sjálfir að maka krókinn. Ekki veit ég hvernig þetta apparat virkar en ég held að þetta sé verra system heldur en ferðaþjónusta Strætó við fatlaða og er þá langt til jafnað.  Kannski er Valgerður hrædd um að missa djobbið fyrst Vigdís er farin að tjá sig um stjórnleysið hjá forstöðukonu samskiptamiðstöðvarinnar.

En það gefur hvorki henni né fréttamanni RUV skotleyfi á kjörinn alþingismann sem er vakinn og sofinn í að vinna okkur öllum til gagns. Því það má Vigdís eiga að hún er með duglegri þingmönnum og lætur til sín taka.  Þetta líkar ekki öllum og beita þess vegna skítaaðferðum til að reyna að gera hana áhrifalausa. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

A-gagagg sagði tófan á grjóti.

Agagagg sagði hinn þá á móti.

Aumingja Vigdís hljóp grátandi heim.

Margrét (IP-tala skráð) 26.6.2015 kl. 00:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband