Góða fólkið gengur af göflunum ...aftur

Málefni flóttafólks og hælisleitenda hafa verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla undanfarið. En umfjöllunin hefur því miður verið mjög einhliða og byggst á tilfinningarökum en forðast að fjalla um getu íslenzks þjóðfélags til að taka við öllum þeim útlendingum sem hingað leita. Sem er lýsandi fyrir hið tvöfalda siðgæði sem einkennir góða fólkið umfram aðra. Fólkið sem þiggur lífsviðurværi af því sama kerfi sem það ræðst svo á í geðshræringum fésbókarstatusa sinna eigin og annarra.

Útlendingastofnun er hluti af kerfinu sem við höfum komið á fót og berum öll ábyrgð á. Forstjóri útlendingastofnunar starfar samkvæmt lögum og reglum sem honum er sett. Forstjórinn og starfsmenn hans hafa ekkert umboð eða svigrúm til tilfinningasemi. Þetta eigum við að skilja og virða.

Albanska flóttafólkið kom hingað undir fölsku yfirskyni. Það er niðurstaða Útlendingastofnunar sem nota bene þessir hælisleitendur sætta sig við.  Hvers vegna er þá góða fólkið að ganga af göflunum?  Er virkilega ekkert annað til að hneikslast yfir en lögmætir úrskurðir starfsmanna útlendingastofnunar?

Og að ráðast að Ólöfu Nordal vegna þessa máls er eins ómálefnalegt og það getur verið.  Eru menn búnir að gleyma Hönnu Birnu málinu?  En það er þetta með tvöfalda siðgæðið......


mbl.is Krefjast afsagnar Ólafar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband