1.1.2016 | 16:08
Öryggisventillinn lekur
Nú er ekki lengur á Ólaf Ragnar að treysta. Hann virðist hafa gert friðarsamninga við hina pólitísk kjörnu fulltrúa um að láta af embætti gegn einhverjum sporslum sér til handa. Sennilega verður stofnað embætti Sendiherra Norðurslóða, sem hann mun hljóta.
Og nú kætist fjórflokkurinn og stuðningsmenn hans og hugsa sér gott til glóðarinnar með nýjum Þóru - frambjóðanda. Með því verður lokið tilrauninni um stjórnarskrárumbætur fyrir fólkið í landinu og hrammur klíkuveldisins mun kreppa enn fastar að íslenzkum almenningi en áður hefur þekkzt.
Eina sem getur komið í veg fyrir þetta er að við höfum vit til að velja okkur forseta sem virkar áfram sem öryggisventill milli þjóðar og þings. Og sá maður er til og hefur lýst yfir framboði.
Kjósum öll Sturlu Jónsson sem næsta forseta.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.