Sorphirða er grunnþjónusta

Forræðishyggja borgarstjórnarmeirihlutans birtist okkur enn og aftur í ákvörðunum umhverfis og skipulagsráðs. Þetta hlýtur að kalla á kröfu um endurnýjun fulltrúanna sem þangað veljast. Síðast þegar ég vissi vorum við ekki að kjósa okkur fulltrúa til að breyta athöfnum okkar og venjum heldur fulltrúa til að tryggja að ákveðin grunnþjónusta standi öllum til boða óháð efnahag eða búsetu. Hjálmar og Dagur hafa greinilega ekki sama skilning á hlutverki pólitískt kjörinna fulltrúa. Afskipti borgaryfirvalda af daglegu lífi og athöfnum eiga að vera þannig að það skipti ekki máli hverjir stjórna. Við eigum að geta treyst að þjónusta við borgarbúa sé alltaf höfð að leiðarljósi og ef því þurfi að breyta þá sé það útskýrt og sátt verði um það.

Breytingarnar á þessu kjörtímabili varðandi sorphirðumál hafa allar verið einhliða. Ekkert samráð, ekki hlustað á athugasemdir og mál keyrð í gegn með yfirgangi og ofbeldi.  Ef íbúar fjölbýlishúsa kvarta yfir þeim breytingum sem hafa verið gerðar á tíðni losana þá á að hlusta á þá gagnrýni en ekki koma með yfirlætisfullar athugasemdir í ræðustól hins verndaða vinnustaðar sem búið er að breyta ráðhúsinu í.

Ég verð að segja að þótt sumir séu í betri aðstöðu heldur en aðrir þegar kemur að sorpflokkun og förgun þá er það ekki réttlæting fyrir að skerða þjónustu þeirra sem ekki standa jafnfætis. Og þetta er stór hópur.  Allir þeir sem búa í stórum fjölbýlishúsum og svo fatlaðir og eldra fólk og síðast en ekki síst þeir sem hafa ekki efni á öllum þessum aukatunnum.

Sjálfur nýt ég forréttinda að hafa getað á tiltölulega auðveldan hátt flokkað mitt heimilissorp í meira en áratug. Bæði er að ég bý nálægt grenndarstað og svo get ég nýtt allt lífrænt sorp til moltugerðar. En ég geri mér grein fyrir að þetta geta ekki allir og það er til þeirra sem verður að taka tillit.


mbl.is Hvergi meira val um sorphirðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband