N1 útúrsnúningurinn

Það er augljóst að Bjarni er bullandi vanhæfur í embætti fjármálaráðherra. Að svona nánir fjölskyldumeðlimir séu virkir gerendur í þessari pólitísku spillingu, ætti að vera svo augljóst tilefni afsagnar fyrir Bjarna Ben, að það á ekki að þurfa að benda honum á það.  En fyrst enginn ærlegur alþingismaður finnst sem þorir að nefna það.  Þá ætla ég að gera það.  Það þýðir ekki fyrir Bjarna að þykjast ekkert vita um fjármálavafninga frænda sinna. Og það þýðir ekkert fyrir Bjarna að skýla sér bakvið einhverja armslengdarreglu þegar það er hann sem skipar það fólk sem ber hina opinberu ábyrgð. Hann þarf ekki einu sinni sjálfur að hafa afskipti af þeim málum.  Til þess eru ótal skósveinar tilbúnir að ganga erinda valdhafanna hverju sinni.  Þetta er sá veruleiki sem við okkur almenningi blasir.  Og það er þetta sem mótar afstöðu okkar til þess hvort hér sé spilling og hversu mikil hún sé.  Hún er nefnilega alltumlykjandi eins og þokan.  Og það er dæmigerður popúlismi að biðja um rannsókn á þessum gjörningi.  Sú rannsókn mun ekkert skíra og engu breyta. 

Og áður en kjörtímabilinu lýkur verða vinir og klíkufélagar stjórnarherranna búnir að taka til sín helstu bitana úr eignasöfnum viðskiptabankanna og Seðlabankans,  allt eftir gömlu helmingaskiptareglunni.  Og eftir næsta hrun mun heldur enginn bera ábyrgð!  Megi veldi Engeyinga dafna og blómgast í skjóli spillingar.  Þeim hlýtur að vera skítsama um heiðarleika, sóma og æru.  Enda glötuðu þeir því með vafningnum fræga þegar þeir tóku snúninginn á Glitni til bjargar Sjóvá.

 


mbl.is „Hef ekkert með stjórn bankans að gera“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband