Taka þarf völdin af óhæfum ráðherrum

Kristján Þór er einn allra lélegasti ráðherra sem við höfum setið uppi með eins langt aftur og ég man.  Hann er meira að segja verri en Ragnheiður Elín og er þá langt til jafnað. Þessi vikapiltur Þorsteins Más fékk í fangið málaflokk sem er honum ofviða að setja sig inní og það er greinilegt að hann situr bara í skjóli Bjarna Ben verklaus og verkkvíðinn vikapiltur.

Þess vegna er frábært að við höfum fengið mann eins og Birgi Jakobsson í embætti landlæknis og Kára Stefánsson til að styðja við starfið á Landspítalanum. Birgir með stefnumörkun og Kári með kjaftinn og peningana sem hann, ólíkt öðrum ofurríkum Íslendingum, er ófeiminn við að ráðstafa í almannaþágu.

Ég er viss um að þessi vakningar herferð Kára mun skila sér í meira fjármagni til heilbrigðiskerfisins. Og jafnframt hljóta stjórnmálamenn að setjast yfir þær athugasemdir sem landlæknir hefur sett fram varðandi vaxandi einkavæðingu innan sjúkrahúsanna.  Þar þarf að snúa við blaðinu samfara bættum hag Landspítala - Háskólasjúkrahúss.

Einkavæðingaráform Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðiskerfinu njóta ekki almenns stuðnings og þau verður að stoppa og vinda ofan af því sem látið hefur viðgangast undanfarin ár.  Best væri ef skipt yrði um ráðherra þessa málaflokks og sett í starfið manneskja sem vill og getur. Kristján er einn af þessu andverðleikafólki sem við þurfum að losna við.

 


mbl.is Kári safnar undirskriftum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Heill og sæll, Jóhannes.

Ég verð að viðurkenna það, að þessi góðlegi maður, sem ég batt vonir við, hefur valdið mér miklum vonbrigðum. Það hefur hann gert umfram allt í málefnum ófæddra barna, með því að taka undir kröfur lítils hóps upphlaupskvenna að fósturdeyðing verði alfrjáls hverri konu sem eftir henni leitar! Ekki ber það vott um virðingu mannsins fyrir lífinu! Sjá nánar hér í grein: Ráðherra vill í bandi með Kvenréttindafélagi Íslands ráðast harðar að lífsréttinum, þurrka hann út hjá hinum ófæddu --Sbr. líka: Nær 3/4 kvenna voru andvígar fóstureyðingum að ósk konu 1975

Kristján hefur einnig fyrirgert virðingu minni með því að ljá máls á því, að ófagleg vinnubrögð verði tekin upp í Blóðbankanum með því að hafna ekki blóðgjöf frá samkynhneigðum körlum. Sjá t.d. þessa grein: Ábyrgðarleysi af stjórnmálamönnum að vera með íhlutun í faglegt mat og starf sérfræðinga á heilbrigðissviði - Viðauki vegna viðtals við yfirlækni Blóðbankans

Sbr. einnig hér: Ungir pólitíkusar þurfa að gæta að staðreyndum í heilbrigðismálum

Jón Valur Jensson, 22.1.2016 kl. 14:11

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Verð að vera sammála þessu, enda held ég að það hafi verið lagt upp með að Kristján yrði Sjávarútvegsráðherra.  Ég er búin að skrifa undir áskorun Kára og hvet alla aðra til að gera það sama. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.1.2016 kl. 15:26

3 identicon

Vá Jón Valur ég hef líklega aldrei skrifað inn á blogg færslur áður en þú gerir mig pirraðan með þinni karlrembu og heimsku.

Mjög skemmtileg lesning Jóhannes minnir mig mjög á samstarfsfélaga minn sem ber portrait myndina þína á öxl sér.

Guðmundur S. (IP-tala skráð) 22.1.2016 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband