28.1.2016 | 12:38
Ætti að vera forsíðufrétt!
Þökk sé kvótabröskurum þá virðist sem fréttir um komu nýrra skipa sé orðið hálfgert feimnismál. Ég minnist til dæmis ekki að hafa séð frétt um þegar nýjasta fjölveiðiskip Granda kom til landsins. Sá bara frétt um aflabrögð í fyrstu veiðiferð grafin inní miðju blaði. Þetta ætti að vera umhugsunarefni fyrir þá sem starfa í greininni. En kannski líka áminning fyrir fjölmiðla um að það er fleira fréttnæmt en skætingur á fésbók. Það á að vera forsíðufrétt stærstu blaða og fyrsta frétt á RUV þegar nýtt skip bætist við flota landsmanna. Sérstaklega þegar um er að ræða útgerð sem hefur vaxið úr nánast engu. Ég óska Flosa Jakobssyni til hamingju með þessi tímamót í útgerðinni.
Bolvíkingar fögnuðu nýjum togara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.