23.2.2016 | 15:00
Bókhaldsbrellur blinda mannsins
Bergvin Oddsson er ekkert frábrugðinn öðrum íslenskum bissnessköllum. Hann vildi verða ríkur án þess að hætta eigin fé. Þegar hann svo kynnist ungum manni sem á peninga sér hann opnast tækifæri til að hrinda þessari viðskiptahugmynd sinni og pabba síns í framkvæmd. Plottið er einfalt,
- Stofna ehf félag og gera fórnarlambið að meðeiganda(grundvallaratriði)
- Tryggja meirihluta í félaginu með því að gera ættingja að stofnfélaga
- Plata meðeigandann til að leggja fram peninga án trygginga inn á eiginn reikning
- Lækka hlutafé félagsins úr 7 milljónum niður í 500 þúsund
Allt löglegt en siðlaust. Sá eini sem skaðast er viðskiptafélaginn sem lagði fram peninginn í upphafi. Allt í einu vaknar hann upp við að hafa tapað 1300 þúsund krónum á þessum viðskiptum með Bergvini Oddssyni og óvíst að hann sjái nokkurn tíma krónu af þessari fjárfestingu sinni aftur. Svona mál eru alltaf að dúkka upp og löngu tímabært að dómstólar setji einhverjar reglur um hvað sé leyfilegt í bókhaldsbrellum einkahlutafélaga.
Blindrafélagið ætti að hafa allan vara á og alls ekki kjósa þennan mann sem formann og með prókúru. Þeir gætu lent í því sama og meðeigandinn ungi að Hnjúki ehf.
Kærður fyrir fjárdrátt og misneytingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:02 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.