Fáfnir Offshore vs. Bedrag

fafnir.jpgÞeir sem eru svo heppnir að hafa aðgang að DR1 fylgjast væntanlega spenntir með sakamálaröðinni Bedrag sem sýnd hefur verið undanfarna 9 sunnudaga. Bedrag fjallar um svindl og blekkingar með stórum staf eins og nafnið gefur til kynna. Og þar sem RUV kemur að framleiðslu þáttanna þá fá allir íslendingar væntanlega að sjá þessa þætti þegar dagskrárstjóra RUV þóknast! Þess vegna ætla ég ekki að fjalla nánar um plottið í Bedrag en læt nægja að varpa fram þeirri tilgátu hvort uppgangur og fyrirsjáanlegt fall, Fáfnis Offshores gæti á einhvern hátt hafa spilað inn í handritsgerð þeirra þátta?  Þar nægir að nefna tengslin við ráðherrann (Steingrímur er bróðursonur Steingríms J.) og einnig er fyrirtækið Energreen stofnað utan um rekstur á vindmillum alveig eins og Steingrímur Erlingsson  vildi að Fáfni Offshore yrði breytt í. Þetta eru náttúrulega ábyrgðarlausar vangaveltur en við höfðum dæmi um svona froðufyrirtæki í bólunni. Man einhver eftir Decode eða Íslenzka hugbúnaðarsjóðnum?  Hvort örlög Fáfnis Offshore verða þau sömu á eftir að koma í ljós en skúrkurinn þar virðist vera sloppinn.  Hvítþveginn úr drottningarviðtali á ríkismiðlinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband