Sniðgöngum Stjórnarskrá Alþingis

Nauðsynlegar umbætur til að tryggja betra og ábyrgara þjóðfélag komast ekki á dagskrá af því Alþingi heldur stjórnarskránni í gíslingu. Stjórnarskráin, þótt ófullkomin sé er grundvöllur þjóðskipunarinnar og á henni byggja klíkurnar völd sín í gegnum þetta rotna fulltrúalýðræði ójafnræðis og mismununar atkvæðarétta. Það er ástæðan fyrir því að tilraun fólksins til að setja sér stjórnarskrá hefur nú endanlega verið slátrað með þessum málamyndagerningi sem felst í tillögum stjórnlaganefndar þingsins. 

  • Þess vegna skora ég á alla að sniðganga algerlega þessa svívirðu sem Alþingi ætlar að fremja gagnvart þjóðinni. 
  • Við skulum ekki ræða þessar tillögur
  • Við skulum ekki greiða atkvæði um þessar tillögur
  • Og við skulum kjósa forseta sem mun beita 26. greininni
  • Og við skulum henda þessum svikurum útaf þingi í næstu kosningum og skila stjórnarskrárvaldinu aftur til þjóðarinnar

 


mbl.is Gæti losað um stíflu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband