Hagvöxtur og sjálfbær lífsstíll

Á mínu heimili var hagvöxtur neikvæður um 10% fyrstu 2 mánuði ársins. Þetta er ekki á kostnað velmegunar heldur vegna minimalísks lífsstíls. Þetta segi ég ekki til að aðrir taki uppá því sama.  Enda hef ég ekki predikað mínar lífsskoðanir á samfélagsmiðlum eða dottið í hug að stofna baráttuhóp á fésbókinni. 

Í raun þá er minn lífsstíll ekki til eftirbreytni ef lagður er á hann mælikvarði hagfræðinnar. Því ef allir gerðu eins og ég þá myndi verða alvöru kreppa í landinu. Sorphirða myndi verða hlutastarf,kjötvinnsla leggjast af, bílainnflutningur stórlega dragast saman, og starfsemi tryggingarfélaga yrði sjálfhætt.  Svo fátt eitt sé nefnt.

Allir sjá að dólgaþjóðfélagi græðgishyggjunnar yrði stór hætta búin ef svona hugmyndir ná að gerjast.  Þess vegna gengur áróðurinn út á sífellt aukinn hagvöxt. Og það án þess að menn velti fyrir sér neikvæðum áhrifum þessarar eilífu hagvaxtarkröfu.  Aukið stress, kulnun og lífsstílssjúkdómar eru afleiðingar neysluhyggjunnar. 

Og neyzluhyggjan er undirstaða hagvaxtar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ég sé að meira að segja bloggstíllinn er knappur.  En það kemur ekki að sök.  Ég áskil mér rétt til að endurvinna hugmyndir, vísur og aðrar færslur sem hér birtastwink

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.3.2016 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband