5.5.2016 | 16:24
Forsetaforritið
Þetta var nokkuð góð kynning hjá Guðna. Og honum tókst vel að búa til jákvæða ímynd af sér, sem flekklausum frambjóðanda. Venjulegum innfæddum Íslendingi, sem þar fyrir utan ætti rætur á landsbyggðinni og sem iðkaði heilbrigðan lífsstíl. Hvítur gagnkynhneigður karlmaður, sem setti fjölskylduna í fyrsta sæti. Maður fólksins, sem myndi hvorki ofmetnast né verða handbendi nokkurs hóps eða hópa.
Þessa forskrift að góðum forseta má síðan nota til samanburðar við aðra frambjóðendur.
Mér fannst sérstaklega athyglisvert að Guðni teflir þarna fram allri fjölskyldunni sem heild og þar er ég sammála. Maki forseta getur ekki staðið utan þessa embættis. Og þrátt fyrir allt þetta lærða umburðarlyndi þá skiptir fjölskyldustaða frambjóðenda miklu máli. Nú til dæmis hefur verið rifjað upp að Ólafur og Dorrit eru ekki í raun sambúðarfólk. Ekki í skilningi laga að minnsta kosti og þetta mun kosta Ólaf embættið að minni hyggju nema hann skilji hreinlega við þessa konu.
Þjóð vill hjón sem eru eitt
eftir Guðna forriti
Ei styðja Ólaf nennum neitt
nema hann dömpi Dorriti
Fundur Guðna í beinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:34 | Facebook
Athugasemdir
Þú ættir að vita það að Ólafur og Dorrit eru ekki í sambúð vegna þess að þau eru ekki með sama ríkisfang.
Bara einföld lög.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 5.5.2016 kl. 18:02
Fólk sem svíkur út úr Tryggingastofnun með fölsun á lögheimili og pólitíkusar sem skrá lögheimili á eyðibýlum eða í kjallara hjá systur sinni eru líka bara að bjarga sér.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.5.2016 kl. 18:09
Pössum okkur á lagahyggjunni Jóhann. Það er ekki hægt að lögleiða siðleysi.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.5.2016 kl. 18:10
Það er lágkúrulegt að stela til að fleira sér og sínum fram, hvort sem það eru fátækir eða ríkir.
Með lögum skal land byggja og ólögum eyða.
Ef fólk vill ekki frjálst flæði fjármuna til og frá Íslandi, þá er rétta leiðin að ganga úr EES.
Kveðja frá Las Vegas
Jóhann Kristinsson, 5.5.2016 kl. 19:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.