Losum okkur við óttann

Óttinn er sterkasta afl mannsins. Þetta vita valdafíklar og notfæra sér bæði leynt og ljóst. En nú hyllir undir nýja tíma. Það hefur stigið fram ný tegund stjórnmálamanna sem vilja breyta þjóðfélaginu og losa okkur við gömlu óttapólitíkina. Þetta fólk eigum við að kjósa til forystu á alþing og á Bessastaði. Við þurfum ekki á Ólafi Ragnar eða Davíð Oddssyni, að halda. Þeir eru fulltrúar gamla kerfisins sem spilaði á óttann og urðu að lokum óttanum að bráð. Og sú staðreynd að þeir eru ennþá að þvælast fyrir og telja sig ómissandi, eru sterkustu rökin fyrir því að við losum okkur við þá í eitt skipti fyrir öll.

Guðni er rödd nýja tímans.  Hann segir óttanum stríð á hendur og fyllir fólk bjartsýni.  Guðni er maðurinn sem við þurfum akkúrat núna að velja sem næsta forseta.  Ég hef trú á þjóðinni.  Hún hlýtur að vilja losna undan hræðsluokinu.


mbl.is Fagnar því að kosningarnar verði sögulegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get skrifað undir þetta!

Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.5.2016 kl. 15:18

2 Smámynd: Hrossabrestur

Sammála með Bessastaði, en það vantar líka að skipta öllu liðinu og gömlu stjórnmálflokkum út af alþingi fyrir nýtt fólk og henda stjórnmálaflokkunum og taka upp persónukosningar, og breyta málum þannig að ef þingmaður tekur sæti í Ríkisstjórn þá láti hann af þingsetu til að þingið sé fullskipað andvægi við Ríkisstjórn.

Hrossabrestur, 8.5.2016 kl. 20:38

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Takk Axel fyrir þitt innlegg. Hrossabrestur, þú ert að tala um nýja stjórnarskrá og það er eiginlega grundvöllurinn að rétt mönnuðu Alþingi. En við verðum að taka 1 skref í einu. Fáum forseta sem styður nýja stjórnarskrá og þá eru meiri líkur á að Alþingi fari að vinna samkvæmt vilja almennings en ekki flokkanna. Forseti sem er óhræddur við að stoppa sérhagsmunagæsluna og hrossakaupin sem einkennt hafa störf Alþingis til þessa. Þegar öryggisventlarnir verða orðnir 2, það er, forsetinn og undirskriftasafnanir meðal landsmanna, þá munu alþingismenn fara að taka meira tillit til almannahags og minna til sérhagsmuna og þrýstihópa. En hlutirnir gerast ekki af sjálfu sér. Sem flestir þurfa að taka þátt í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá og endurbótum á kosningalögum með það að markmiði að gera landið að einu kjördæmi.   Við getum alveg fækkað kjörnum fulltrúum og kosið þá í persónukjöri eins og við gerðum í stjórnlagaþingskosningunum.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 8.5.2016 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband