23.10.2016 | 13:57
Vantar bætta löggjöf en ekki sýnileika
Eina breytingin sem ég held að verði hjá Neytendasamtökunum undir forystu Ólafs Arnarsonar, er að nú verða samtökin pólitískt trampólín fyrir wannabe pólitíkusa í stað hins verndaða vinnustaðar sem Jóhannes Gunnarsson gerði þau að. Skrítið að öll þau kvörtunarefni sem inná borð Neytendasamtaka koma, væru óþörf ef réttur neytenda væri tryggður í lögum eins og gert er hjá öðrum siðmenntuðum þjóðum. Hér er engin neytendavernd (ekki frekar en tryggingavernd!) Ef svo væri þá væri ekki þetta skefjalausa okur og misneyting látin afskiptalaus hjá bönkunum og smálánafyrirtækjunum og tryggingafyrirtækjunum og greiðslukortafyrirtækjunum og öllum þessum afætum sem starfa í skjóli fjármálaiðnaðarins. Til hvers að leyfa fyrirtæki eins og Auðkenni að starfa hér í skjóli ríkisins? Og svo ætlar nýr formaður að gefa okkur app! Hver skyldi svo hagnast á því í formi auglýsingasölu? Nei hér þarf akki fleiri öpp. Hér þarf bara viðhorfsbreytingu og upplýsingu til almennings um, að neytendaréttur verður aðeins tryggður með víðtækri lagasetningu, sem tekur á því gegndarlausa okri sem hingað til hefur verið óheft. Hvernig væri að siðbótaröfl allra flokka settu nú þetta þjóðþrifamál á dagskrá og hættu að rífast um vexti og verðtryggingu og gjaldmiðla....
Vaxtaokrið áþján íslenskra heimila | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.