Benedikt verður forsætisráðherra

Úrslit kosninganna útilokar annað en myndun ríkisstjórnar undir forystu Benedikts Jóhannessonar. Og hann mun taka frænda litla með og láta hann tækla sérhagsmunina áfram í efnahagsráðuneytinu. Hvort þeir svo velja að taka Sigurð Inga uppí eða Óttarr Proppé er eina óvissan á næstu dögum.  Flestir munu láta sér þetta vel líka, ánægðir með sína brauðmola úr hendi Engeyjarættarinnar. Hvort sem um öryrkja eða útgerðarmenn er að ræða.

Með þessum kosningum lýkur vonandi þeim pólitísku átökum sem einkennt hafa störf Alþingis síðustu 8 ár. Stjórnarandstaðan verður varla vígreif í ljósi þessara úrslita. Minnkandi kjörsókn og áhugaleysi almennings fyrir kerfisbreytingum eru ekki beinlínis hvetjandi fyrir Pírata og Vinstri Græna. En vissulega verður þörf fyrir öfluga stjórnarandstöðu á Alþingi ef spá mín gengur eftir.  Þar mun reyna á heilindi Katrínar og Birgittu.


mbl.is Eðlilegt að Viðreisn fái umboðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta er sennilega rétt hjá þér. Eftir að hafa lesið ummæli allra flokksleiðtoga, er sennilegast að Sjálfstæðisflokkurinn, Viðreisn og Framsókn myndi ríkisstjórn saman. Og þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunarviðræðurnar eða um ESB yfirhöfuð verður lagt á ís. Ég þekki Bensa mjög vel, hann er fluggáfaður og ég vissi að hann væri of vel gefinn til að vilja fara inn í 4. ríkið. Og eiginlega kýs ég frekar hann sem forsætisráðherra, því að ég treysti ekki Bjarna eftir Icesave-klúðrið hans.

Pétur D. (IP-tala skráð) 30.10.2016 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband