Kjararáð taki upp fasta krónutöluhækkun

Það er ekkert í lögum sem segir að launakjör æðstu embættismanna, sem heyra undir kjararáð skuli hækka hlutfallslega til jafns við aðrar stéttir. Þess vegna held ég að það sé löngu tímabært að taka upp fasta krónutöluhækkun á laun umfram 800 hundruð þúsund á mánuði.  800 þúsund er sanngjarnt viðmið því það eru um það bil þreföld lágmarkslaun sem fólk á lægstu töxtum og bótaþegar verða að sætta sig við. Þessi fasta upphæð yrði svo reiknuð út frá samningslaunahækkunum sem fólk með 750-799 þúsund fær í gegnum sínar kjarabætur. Gerum ráð fyrir að þessi laun hafi hækkað um 20%, þá hækki nú  laun forseta, dómara, ráðherra og alþingismanna um 150 þúsund í stað 500 þúsunda.

Ekki veit ég hvort kjarasamningar á almennum vinnumarkaði eru uppsegjanlegir við svona græðgilaunabætur en auðvitað ætti hér allt að fara upp í loft. Svona mismunun gengur ekki og alls ekki ef aðrir hópar fara af stað með sömu kröfur og þessum toppum hefur verið útdeilt af almannafé.  Þjóðfélagið færi á hliðina og ríkissjóður gæti ekki staðið undir slíkum útgjöldum.  Þetta hljóta allir að sjá og taka til endurskoðunar sem málið varðar.

Kjararáð hefur verið gert afturreka með úrskurði sína áður og nauðsynlegt að gæslumaður ríkissjóðs tjái sig um þennan skandal.  Best væri að reka alla þá sem nú skipa þetta ráð og leggja það niður hið snarasta.  Enda engin þörf fyrir dólgahátt ef reglum yrði breytt til samræmis við mínar tillögur.


mbl.is Laun forseta hækka um hálfa milljón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband