Álitamál varðandi Stjórnarskrá

23. gr. Forseti lýðveldisins getur frestað fundum Alþingis tiltekinn tíma, þó ekki lengur en tvær vikur og ekki nema einu sinni á ári. Alþingi getur þó veitt forseta samþykki til afbrigða frá þessum ákvæðum. 
 [Hafi Alþingi verið frestað getur forseti lýðveldisins eigi að síður kvatt Alþingi saman til funda ef nauðsyn ber til. Forseta er það og skylt ef ósk berst um það frá meiri hluta alþingismanna.] 1) 
    1)L. 56/1991, 4. gr. 

Gudni forsetiNú berast af því fréttir að Stjórnskipunar og Eftirlitsnefnd Alþingis ætli að koma saman til að fjalla um lögbannið á Stundina og Reykjavik Media, að kröfu Pirata og fleiri.  En þarf ekki forsetinn fyrst að kveðja Alþingi saman til fundar?  Þegar búið er að rjúfa þing þá hefur það ekki lengur umboð til að koma saman nema fyrir atbeina forseta, samkvæmt þessari grein Stjórnarskrárinnar.  Og af hverju nýta Alþingismenn ekki þetta ákvæði og skora á forsetann að kalla saman Alþingi til að fjalla um lögbannsmálið en einnig að bera fram vantraust á starfandi forsætisráðherra vegna þeirra ávirðinga sem fram hafa komið í afhjúpun fjölmiðla á leyndargögnum úr glæpabankanum Glitni.  Það er ekki nóg að Bjarni Ben hafi verið þvingaður til af samstarfsflokkum, að æskja þingrofs og kosninga.  Það þarf að samþykkja vantraust á þennan spillta stjórnmálamann sem helst er hægt að líkja við hinn alræmda Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra Ítalíu.  Það yrði jafngildi Landsdóms í huga margra.

Við viljum ekki svoleiðis stjórnmálamenn.

 


mbl.is Nefndin fundar vegna lögbannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Alþingi hefur ekki völd til að snúa þessu lögbanni. Það fer sinn veg í réttarkerfinu og ágætt að fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hve langt fjölmiðlar mega ganga í birtingu persónulegra upplýsinga.

Þetta er annars ansi góður matur fyrir samsæriskenningarmenn sem ætla að Bjarni hafi völd til að segja Glitni og sýslumanni fyrir verkum; og það eftir að búið er að birta allt um hans persónulegu fjármál fyrir níu árum.

Ef það er einhver þrýstingur á þessa malsaðila, þá hlýtur hann að koma annarstaðar frá.

Eg sjálfur hef ákveðnar efasemdir um að þetta bann sé réttlætanlegt fyrst hvergi hafa komið fram kröfur um þetta fram að þessu, þótt á annað ár sé síðan þessi gögn voru birt og keypt af Íslenska ríkinu.

Lög um bankaleynd og persónuvernd hljóta þó að snerta þetta mál, sérstaklega þegar horft er til þess að engin lögbrot hafa verið framin í þessu sambandi. Horfði öðruvísi við ef um lögbrot væri að ræða. Þetta er í eðli sínu einhliða árás a eina persónu í hápólitískum tilgangi, enda er fyrrverandi gjaldkeri Samfylkingarinnar og Tortólaprins aðaleigandi þessara fjölmiðla.

Ekki akkúrat "fair and balanced".

Jón Steinar Ragnarsson, 17.10.2017 kl. 11:43

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Ekki veit ég hvað þessi nefnd á að fjalla um Jón. Auðvitað hafa þeir ekki vald til að segja dómstólum fyrir. En það hlýtur samt að vera hægt að flýta því að taka kæruna fyrir og fá þannig þessum ólögmæta gerningi hnekkt. Það á ekki að þurfa að taka vikur.  

Varðandi þessar vangaveltur um fairness hjá þér þá vil ég fá að vita um allt svínaríið í bönkunum. Ekki bara um Bjarna.  En það er alls staðar ritskoðun í gangi. Líkaá hinum frjálsu fjölmiðlum. Lífsgangan er sífellt hagsmunatog er það ekki?  Ert þú ekki enn að vinna fyrir kvótaþjóf til dæmis?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 17.10.2017 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband