Teitur Björn vill líka vera Gosi

„Ég taldi að nefndin væri ekki komin á þann stað í sinni vinnu að geta lagt jafn viðamikið og flókið úrlausnarefni til grundvallar áframhaldandi vinnu án þess að fjalla um það efnislega eða rökstyðja með einhverjum hætti. Og kalla eftir því að til viðbótar við þá sérfræðinga sem störfuðu með nefndinn á sviði hagfræði, myndum við fá umfjöllun fræðimann aá sviði stjórnskipunarréttar til þess að kafa ofan í þennan þátt málsins. Þannig að ég hafna því algjörlega að málinu sé stillt þannig upp að búið hafi verið að afgreiða þetta mál með þessum hætti.,“ segir Teitur Björn Einarsson.

Dæmigerður orðhengilsháttur með dashi af úrúrsnúningum, rangfærslum og hálfsannleik a la sjálfstæðisflokkurinn, til að fela raunveruleg markmið þessa ómerkilega sérhagsmunagæslufulltrúa kvótagreifanna í nefndinni. Það er rétt hjá Þorsteini Pálssyni, að það þýðir ekkert að vera með svona mann í nefnd sem á að skila einhverri sátt. Teitur Björn mun aldrei samþykkja, að skerða afnotarétt kvótagreifanna af sameiginlegri auðlind okkar allra. Það er dagskipun Þorsteins Más og honum hlýðir Teitur Björn og engum öðrum. Þegar hann sór þingeiðinn laug hann að þjóðinni.

Að svo sögðu legg ég til, að sjálfgræðisflokkurinn verði lagður í eyði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband