Stefnir í félagshyggjustjórn

Ef kosningarnar fara á líkan hátt og könnunin gefur til kynna þá stefnir hér í félagshyggjustjórn þriggja til fjögurra flokka strax eftir kosningar. VG, Samfylking, Viðreisn og Píratar ættu öll að geta náð vel saman um stefnumál sín án mikilla fórna. Að reka flein milli Framsóknar og Miðflokks kæmi sér vel fyrir íslenska pólitík. Framsókn gefur sig út fyrir að vera núna vinstra megin við miðju á meðan Miðflokkurinn sem populistaflokkur sækir sér stuðning til heimska hægrisins. Framsókn mætti alveg eiga sitt sæti við borðið hjá Kötu og Loga. Alla vega væri fengur fyrir þjóðina að hafa Lilju Alfreðs með í ráðum.

Persónulega hef ég engar væntingar.  Mun samt mæta og kjósa og halda áfram mínu pólitíska ranti hér á þessum stað eftir því sem vindar blása og tilefni gefst til.  Fari svo illa að sjálfgræðisflokkurinn myndi hér stjórn eftir kosningar þá munu tilefni bloggskrifa verða ærin.  Ekki hörgull á heimatilbúnum skandölum og hneykslismálum af því spillta liða öllu saman.  

En hér verður ekki efnt til Þóru-dags fyrr en sjálfstæðisflokkurinn er endanlega settur út í horn af heiðarlegu fólki. Nema við séum á sömu leið og íbúar Sódómu forðum.  Það kemur í ljós eftir 29. október.

Þangað til vona ég að sjálfstæðisflokkurinn verði lagður í einelti.


mbl.is Vinstri grænir lækka flugið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Enn heyrir maður spekúleringar um að VG fari með sjálfstæðisflokknum. Þá fer grasrótin þar á límingunum.

Jón Ingi Cæsarsson, 21.10.2017 kl. 12:50

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Fyrst Katrín heyktist á að taka tilboði Bjarna fyrir ári síðan þá er ekki fræðilegur möguleiki á slíku samstarfi í dag. Það þarf í raun ekkert að ræða það.

En hún verður að hafa borð fyrir báru og hafa fimmta flokkinn með. Það mynstur gekk upp í borginni.  Einn minni hlutinn getur þá ekki kúgað meirihlutann með hótunum um stjórnarslit

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 21.10.2017 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband