Tungulipurð og yfirborðskenndir persónutöfrar. Siðblindir einstaklingar eru oft vel máli farnir. Það getur verið mjög gaman að spjalla við þá. Þeir koma jafnframt vel fyrir og geta verið mjög viðkunnanlegir og sjarmerandi.
Sjálfhverfa og stórar hugmyndir um eigið ágæti. Þeir sem eru siðblindir hafa oftast mjög háar hugmyndir um sjálfa sig. Þeir eru vanalega einnig mjög sjálfhverfir og telja að önnur lögmál gildi um þá en aðra.
Skortur á samvisku eða sektarkennd. Siðblindum virðist oft standa á sama um það hvaða áhrif þeir hafa á aðra, sama hversu alvarleg þau eru. Skortur á iðrun eða sektarkennd gerir það að verkum að siðblindir einstaklingar eiga auðvelt með að réttlæta eigin hegðun, að firra sig ábyrgð eða láta sem ekkert hafi gerst.
Skortur á samkennd. Algengt er að siðblindir einstaklingar eigi erfitt með að sýna öðrum samkennd eða setja sig í spor annarra. Á þetta sérststaklega við á tilfinningasviðinu. Vanlíðan annarra virðist t.d. ekki hreyfa við þeim.
Lygar og blekkingar. Siðblindir einstaklingar beita lygum og blekkingum og óttast ekki að upp um þá komist. Ef það gerist, þá virðist það ekki trufla þá. Þeir breyta bara sögum sínum eða hagræða sannleikanum, þannig að aðrir sannfærist.
Fábrotið tilfinningalíf. Svo virðist sem tilfinningalíf siðblindra sé fábrotið. Virðast þeir oft vera kaldir og tilfinningalausir. Ef þeir sýna tilfinningar, þá eru þær mjög yfirborðskenndar og skammvinnar.
Ef þú þekkir einhvern sem sýnir einkenni siðblindu, þá er líklegt að hegðun hans hafi áhrif á þig. Hins vegar eru ýmis ráð til að minnka þessi áhrif.
Fáðu upplýsingar og ráðgjöf frá sérfræðingum. Gakktu úr skugga um að sá sem þú talar við þekki vel „siðblindufræðin“ og hafi reynslu af siðblindum einstaklingum.
Ekki kenna sjálri/​sjálfum þér um. Hver sem ástæðan er fyrir því að þú umgengst siðblinda manneskju, þá skaltu muna að ert ekki ábyrg/​ur fyrir viðhorfum hans og hegðun.
Hafðu hugfast að þú ert þolandinn í aðstæðunum, ekki sá siðblindi. Siðblindir einstaklingar fara oft í hlutverk fórnarlambsins. Þeim líður illa og það er þolandanum að kenna hvernig þeim líður.
Hafðu líka hugfast að þú ert ekki ein/​n. Vanalega líða margir fyrir hegðun þess siðblinda.
Ekki lenda í valdabaráttu við þann siðblinda. Sá siðblindi hefur líklegast mikla þörf fyrir að stjórna öðrum, bæði andlega og líkamlega. Auðvitað skiptir máli að þú standir með sjálfum/​sjálfri þér, en með því að verja þig gætir þú orðið fyrir skaða.
Settu einstaklingnum skýr mörk. Settu viðkomandi reglur, bæði gagnvart sjálfum þér/​sjálfri þér og honum.
Ekki reikna með að viðkomandi breytist. Siðblinda er hluti af persónuleika einstaklings og því ólíklegt að hún hverfi. Sama hvað þú gerir, þá er ólíklegt að hans viðhorf til sjálfs sín eða annarra breytist.
Ekki lenda í valdabaráttu við þann siðblinda. Sá siðblindi hefur líklegast mikla þörf fyrir að stjórna öðrum, bæði andlega og líkamlega. Auðvitað skiptir máli að þú standir með sjálfum - sjálfri þér, en með því að verja þig gætir þú orðið fyrir skaða.
Fyrrverandi áhugamaður um frjálst þjóðfélag. Núverandi áhugamaður um spillingu Og vegna þess að ég er öllum óháður, þá óska ég ekki eftir að komast í bloggvina sambönd. Öllum vinabeiðnum verður því hafnað. Vinsamlega ekki taka það persónulega. Þeim sem vilja hafa samband er bent á póstfangið, jlaxdal@internet.is
Athugasemdir
The Psychopathy Checlklist
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 16:29
Hvað getur þú gert?
Ef þú þekkir einhvern sem sýnir einkenni siðblindu, þá er líklegt að hegðun hans hafi áhrif á þig. Hins vegar eru ýmis ráð til að minnka þessi áhrif.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 16:29
vek sérstaka athygli á þessu:
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 16:33
#Höfum hátt, Það virkar líka
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 22.10.2017 kl. 16:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.