Spillingin étur ekki börnin sín

BrynjarNæsta laugardag munu sumir sitjandi Alþingismenn ekki ná endurkjöri. Í þeim hópi gæti Brynjar Níelsson lent. En Brynjar þarf ekki að kvíða atvinnuleysinu. Hann er búinn að tryggja að konan hans verður ein af 12 óhæfustu dómurum Íslands við hinn nýja Landsrétt. Þökk sé Flokknum og sérstaklega flokkssysturinni, Sigríði Andersen, sem handvaldi 12 umsækjendur sem dómara við hinn nýja rétt, en hafnaði 4 sem sérstök hæfisnefnd hafði talið hæfasta. Vel gert hjá frú Sigríði sem fær að launum að halda fyrsta sætinu sínu.  Brynjar hins vegar stóð sig ekki jafn vel sem formaður í stjórnskipunar og eftirlitsnefndinni og lét meira að segja setja sig af þegar mest lá við að dyggur flokksmaður stjórnaði þeirri nefnd.  Því fór sem fór og Brynjar nýtur ekki lengur stuðnings. Hann brást forystunni og það er jafngildi bannfæringar.En spillingin étur ekki börnin sín og þess vegna er Brynjar safe. Það er ekki hægt að reka dómara og því er Brynjar með örugga fyrirvinnu þótt hann fái ekki bitling frá FLokknum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ein lítl spurning Jóhannes.  Er vinstri mönnum ómögulegt að ræða stefnur og málefni? Er eina leiðin í pólítískri umræðu að ráðast á persónur með upphrópunum og skítkasti sem byggir á fáu nema hugarórum vinstrimanna?

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 09:02

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Enginn hörgull á málefnum hjá flokkunum Stefán. En við höfum heyrt öll loforðin áður. Starfsstjórnin sprakk ekki vegna stefnu. Stjórnin sprakk vegna siðferðisbrests í forustu Sjálfstæðisflokksins.  Um þennan siðferðisbrest snúast þessar kosningar og meðan Sjálfstæðisflokkurinn gerir ekki upp hrunið er ekki hægt að treysta honum.  Allir sem á einhvern hátt tengjast þessu spillingardýki liggja nú undir árásum. Þeir eru partur af vandanum. Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki komið fram og boðið lausnir. Flokkurinn er vandamálið!

P.S Ég tala ekki fyrir vinstri menn. Ég tala fyrir sjálfan mig.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.10.2017 kl. 10:59

3 identicon

Stjórnin sprakk ekki vegna siðferðisbrests í forystu Sjálfstæðisflokksins heldur vegna tækifærismennsku í einum af sirkusflokkum dagsins í dag og var sú uppákoma öll siðlaus. Málflutningur eins og þú ert að ástunda hér er ekki bara ómerkilegur heldur líka siðlaus að mínu mati.  

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 23.10.2017 kl. 12:05

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Leitaðu þér hjálpar Stefán.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 23.10.2017 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband